Meira þarf til !!

Gott skref en meira þarf til.

Það dettur engum fjárfesti til hugar að láta peninga sína í fyrirtæki sem ætlar að byggja sína framleiðslu upp í landi sem er stjórnlaust! Þessi hópur fólks sem situr í stjórnarráðinu og kallar sig ríkisstjórn Íslands er algerlega duglaus. Þau geta ekki einu sinni haldi eigin þingmönnum, hvað þá haldið utanum heila þjóð.

Störf stjórnarinnar er með þeim hætti að enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti. Boðaðar eru miklar skattahækkanir og svo aðeins minni og aftur meiri, boðaður er niðurskurður og ákvörðun tekin um slíkt inni í stjórnarráðinu, ekkert samráð haft við þá sem fyrir niðurskurðinum verður. Þegar fólkið í landinu mótmælir þessu standa stjórnarþingmenn hver af öðrum upp og lýsa því yfir að of langt sé gengið, þá loks er farið og leitað ráða hjá þeim sem málið snýst um.

Einn ráðherra boðar atvinnuuppbyggingu og annar stoppar allt af.

Hvernig dettur nokkrum manni í huga að það sé nóg að samræma skattlagningu á þau fyrirtæki sem hingað vilja koma, til samræmis við það sem gildir í öllum löndum kringum okkur. Það þarf fyrst og frems stöðugleika, eitthvað sem núverandi stjórnvöld þekkja ekki. Það fer enginn að koma með sína starfsem hingað til lands meðan hægt er að búast við að á morgun verði lagður einhverskonar skattur á starfsemina, einungis vegna þess að einhver ráðherra telur fyrirtækið vera að græða, eða bara vegna þess að honum datt það í hug og fanst það sniðugt!! Þegar annar ráðherra ákveður að skynsamlegt sé að leggja eitthvað gjald á fyrirtækin, bara vegna þess að nafnið á gjaldinu hljómar vel!! Þegar einn ráðherra situr að samningum við fjárfesta en á sama tíma stöðvar annar ráðherra allt af svo ekkert geti orðið af framkvæmdum. Bara af því henni fannst það sniðugt!!

Þeir sem nú þykjast vera að stjórna landinu hafa alla tíð séð rautt þegar minnst er á erlenda fjárfesta, svo er enn. Ástæðan er einkum sú að þessir fjárfestar hugsi fyrst og fremst um að græða á fjárfestingunni. Að sjálf sögðu, það dettur engum fjárfesti í hug að setja upp fyrirtæki til að hjálpa öðrum, það er eiginn gróði sem skiptir máli. Það er eðli þess að uppbygging geti átt sér stað. Við þurfum ekki og eigum ekki að hræðast það, þó þetta samrýmist að sjálfsögðu ekki hugsjónum kommúnista.

Fyrir um ári síðan sagði einn af þeim mönnum sem telur sig vita flestum betur um flest mál, að ef þáverandi icesave samningur yrði ekki samþykktur af þjóðinni, myndum við enda sem Kúba norðursins. Um þetta, eins og reyndar flest sem þessi maður hefur tjáð sig, hafði hann rangt fyrir sér.

Ef eitthvað kemur okkur í þá stöðu að verða Kúba norðursins, er það núverandi stjórn. Hún er þegar langt á veg komin með það. Eitt skortir hana þó, sem Kastró hafði, vopnuð varðsveit!

 

 


mbl.is Netþjónabú boðin velkomin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband