Össur út á þekju ?
17.12.2010 | 14:28
Össur segir að það hafi komið sér og flokksfélögum sínum á óvart að ekki væri samstaða innan þingflokks VG um fjárlögin. Þetta kom fram í fréttum RUV.
Þó Össur sé hrifinn af ESB og vilji helst bara vera í Brussel öllum stundum, verður hann að hafa hugann við það sem gerist hér á landi, að minnsta kosti þegar hann er hérna heima. Hann má ekki gleyma sér algerlega í ESB draumum!!
Það kom fram í flestum ef ekki öllum fjölmiðlum hérlendis, strax eftir að frumvarpið kom úr nefnd til þriðju umræðu, að þremenningarnir voru ekki sáttir við málalok og sögðust ekki ætla að greiða frumvarpinu sitt atkvæði.
Össur væri því nær að fylgjast aðeins betur með því sem er að gerast á þingi, í stað þess að vera að hlaupa eftir og reyna að grípa "gæsir" sem fljúga yfir höfuð hans á leið til Evrópu!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.