Forsmekkurinn af því sem koma skal !!

Það eru undarlegar "samningaviðræður" þegar annar aðilinn leggur fram einhliða kröfu á hinn. Samningaviðræður fara yfirleitt þannig fram að menn ræða saman og komast að niðurstöðu!

Þetta er eitt lítið dæmi um hvað við erum að fara í. Dæmi sem reyndar skiptir hundruð fjölskyldna á Íslandi verulegu máli og einnig og ekki síður viðkomi fisks við strendur landsins.

 

  • "Lýsti þingið yfir þeirri afstöðu sinni að Íslendingum verði ekki heimilt að ganga í Evrópusambandið nema gegn því skilyrði að þeir beygi sig samstundis undir reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins"

Þetta segir allt sem segja þarf! Hollenska þingið krefst þess að Íslendingar "beygi sig samstundis".

 

  •  „stundi veiðar á alþjóðlega vernduðum hvölum í útrýmingarhættu og eigi í verslun við önnur lönd um hvalaafurðir."

Útrýmingarhættu? Það eru engar rannsóknir sem benda til að þær hvalategundir sem veiddar eru hér við land séu í útrýmingarhættu, þvert á móti. Það verður að muna það í allri umræðu um hvalveiðar að Alþjóða hvalveiðiráðið var yfirtakið af ofstópafólki sem notaði hótanir og skemmdaverk til að ná sínum málum fram, yfirtóku veiðiráðið með ofbeldi. Allar samþykktir þess frá því hafa verið ómarktækar og ekkert í sambandi við veiðar eða sölu á hvölum eða hvalaafurðum, því síður rannsóknir á hvölum og stofnstærðum þeirra.

Margar þjóðir heims hafa látið þessi öfgasamtök teymt sig á asnaeyrunum. þetta eru oftast þjóðir sem ekki og aldrei hafa stundað hvalveiðar og eiga því ekkert erindi í veiðiráð um hvali. Verra er þó að þær þjóðir sem mest hafa staðið með þessum öfgasamtökum, eins og Bandaríkin, hafa krafist veiðibanns á hvölum en jafnframt verið sú þjóð sem flesta hvali veiðir!

Alþjóða hvalveiðiráðið er ekki lengur til, einungis hvalverndunarráð sem stjórnað er af ofsatrúarmönnum!!

Þessi krafa Hollendinga er út í hött og stenst ekki nein rök. Þetta er þó bara forsmekkurinn af því sem koma skal!!

 


mbl.is Skilyrði að Íslendingar hætti hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband