Brestirnir orðnir að sprungu

Það er ljóst að ósættið innan VG er komið á það stig að ekkert getur komið í veg fyrir klofning flokksins.

Fróðlegt verður að fylgjast með hvert fylgið fer. Hvort flokksmenn haldi sig við flokksforustuna sem hefur svikið öll loforð og stefnu flokksins, eða hvort flokksmenn fylkja sér á bak við þá þingmenn flokksins sem hafa reynt eftir bestu getu að standa á gildum og loforðum flokksins.

Hvað sem öðru líður, þá hefur stjórnin misst þrjá þingmenn og hefur því einungis eins þingmanns meirihluta. Ekki eykur það getu stjórnarinnar til að taka á erfiðum málefnum. Það eru enn innan þingmannahóps VG fólk sem ekki er sátt við flokksforustuna og ESB ferlið. Því má álikta að þó stjórnarþingmenn taki höndum saman núna og reyni að mynda samstöðu þeirra 32 sem eftir eru, er nokkuð öruggt að sú samstaða endist ekki lengi. Skoðanamunurinn er einfaldlega allt of mikill.

Því munu stjórnin springa, kannski ekki alveg strax en mjög fljótlega!!

Þessi staða mun festa Jón Bjarnason í sessi og efla hann í andstöðunni við ESB. Þessi ráðherra hefur verið þyrnir í augum Jóhönnu og Össurar. Ef hann beytir sér af enn meir hörku gegn ESB er hætt við að þau geti ekki sætt sig við það.

 


mbl.is „Innan múra valdsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband