Sá fyrsti !!

Í Baugsblaðinu í dag er grein eftir Guðmund Andra rithöfund. Þar viðurkennir hann að hafa haft rangt fyrir sér varðandi fyrri icesave saminga. Það er gott hjá honum, menn eru meiri þegar þeir viðurkenna fávisku sína.

Guðmundur Andri er sá fyrsti sem stígur fram og viðurkennir mistök sín með svo afdráttarlausum hætti. Betra væri ef fleiri gerðu slíkt.

Það er annars merkilegt að flestir þeirra sem hæðst létu og spáðu að hér færi allt til fjandans, ef ekki yrði gengið að þeim nauðarsamning, eru einnig þeir sem mest tjá sig um ágæti inngöngu okkar í ESB.

Það skyldi þó ekki vera að mat þeirra sé jafn rangt í því máli, eins og icesave málinu fyrir ári síðan!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar.

Jú þessir ESB aftaníossar eiga margir hverjir eftir að biðja þjóð sína afsökunar á því að hafa villst af leið vegna villuljóssins frá Brussel.

Ég á þegar nokkra vini sem blinduðumst um stund en hafa haft manndóm í sér til þess að snúa frá villu síns vegar og eru nú mjög harðir í andstöðunni við ESB apparatið.

En hjá sumum er þessi veira eins og sjúkleg trúarbrögð og þeir munu því aldrei skipta um skoðun eða að viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér, alveg sama hvað staðreyndirnar segja gegn þessu eða hversu sterk rök sýna að þetta væri tóm vitleysa fyrir okkar þjóð að binda trúss okkar við þetta ESB apparat.

En Guðmundur Andri verður kannski einn af þessum sem eiga líka eftir að stíga fram og biðja þjóð sína afsökunar á þessari ESB áráttu.

Við eigum að fagna hverjum þeim sem hafa hugrekki og dómgreind til þess að snúa burt af ESB-villu síns vegar ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband