Hræsni og siðblinda

Steingrímur J hefur verið duglegur að horfa um öxl og gagnrýna hástöfum það sem betur mátti fara hjá fyrri stjórn. Hann var einnig duglegur að beyta þeim rökum til að fá samþykktan fyrri icesave samning, að hann væri mun betri en það loforð sem fyrri stjórn gaf skömmu eftir hrun. Hann hefur krafist þess að menn standi við sínar gjörðir og beri ábyrgð.

Það loforð var gefið við aðstæður sem voru með öllu fordæmalausar og ráðherrar jafnt sem almenningur dofinn eftir það sem hafði skeð. Enginn vissi í raun hvert framhaldið yrði. Í þessu loforði var þó skýrt tekið fram að farið yrði eftir reglum ESB við uppgjörið.

Eins og fyrr segir þá var Steingrímur duglegur við að fullyrða að icesave 1 væri mun betri en þetta loforð. Nú ber svo við að þegar nýr samningur hefur verið gerður, sem er að flestu leyti enn betri en icesave 1 og 2, má alls ekki benda á ábyrgð þeirra sem að þeim stóðu. Ekki má ýja að því að einhver beri ábyrgð, þó þessi maður hafi marg oft sagt að menn verði að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Á það kannski bara við um suma? Er nauðsynlegt að menn séu á annari línu í pólitík en Steingrímur, til að þeim beri skylda til að bera ábyrgð gjörða sinna? Hræsnin í manninum er mikil!!

Þeir sem hátt tala og eru óhræddir við að dæma, verða að þola þegar þeir eru sjálfir dæmdir

Þeir sem krefjast þess að aðrir taki afleiðingum gerða sinna, verða að vera tilbúnir að gera slíkt sjálfir.

Þeir sem vilja dæma aðra um ranga stjórnun, verða að vera tilbúnir því að þeir sjálfir verði dæmdir um það sama.

Þeir sem heimta afsagnir, verða að vera tilbúnir að segja af sér sjálfir!!

Einn er sá þingmaður sem oftast og hefur krafist þess að ráðherrar segi af sér, undan farna áratugi. Hann heitir Steingrímur Jóhann Sigfússon. Nú ætti þessi ágæti maður að fara að eigin orðum og segja af sér, þjóðinni til heilla!! Geri hann það ekki opinberar hann siðblindu sína og leggst hún ofan á hræsni hans og öll svik við kjósendur VG og reyndar alla Íslenska þjóð!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Karl Ellertsson

Steingrímur er í einu orði sagt  viðbjóður 

Árni Karl Ellertsson, 12.12.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband