Ýmislegt við þessa grein að athuga!!
11.12.2010 | 18:22
Það er ýmislegt í þessari grein Guðmundar sem hægt er að gera athugasemdir við.
Hann talar mikið um að sjóðirnir séu bundnir af lögum og geti ekki gert hvað sem er vegna þess. Mikið rétt, en hvernig hafa stjórnir þessara sjóða staðið sig í þessu hingað til? Vægast sagt illa!!
Um skuldavanda heimilanna telur hann að lífeyrissjóðirnir megi ekki afskrifa lán sem eru innheimtanleg. Þetta er rétt hjá Guðmundi, ef um afskriftir er að ræða. Það er hins vegar ekkert sem bannar lífeyrissjóðunum að leiðrétta þær hækkanir sem fólust í forsendubrestinum sem varð við hrun bankanna. Sjóðirnir nutu góðs af hruni krónunnar vegna innistæðna erlendis auk þess sem stór hluti lánasafns þeirra fengu þeir með góðum afslætti hjá SÍ, eftir að sá síðarnefndi leysti þau út erlendis, síðasta vor. Því er ekkert því til fyrirstöðu að sjóðirnir noti eitthvað af því fé til leiðréttingar hjá skuldsettum heimilum. Staðreyndin er hins vegar sú að lífeyrissjóðirnir, vegna fádæma lélegrar stjórnunar, voru búnir að tapa svo miklu fé í óarðbærar fjárfestingar og stórum lánum til fárra ákveðinna fyrirtæja og einstaklinga, að þeir urðu að halda í þessar sporslur sem fall krónunnar og seðlabankinn höfðu gefið þeim!!
Guðmundur klifar á lögum og ekki megi skerða réttindi sjóðsfélaga. Lögin fjalla fyrst og fremst um að stjórnum sjóðanna beri að hámarka virði sjóðanna. Vara telst það vera hámörkun að nota nokkra tugi miljarða til kaupa á gjaldþrota fyrirtækjum. Vissulega er einhver von til að sum þeirra nái sér á strik en þetta er samt alltaf áhætta, mikil áhætta, sem þessir sjóðir hafa ekkert leifi til að stunda. Guðmundur segir meðal annar að ábyrgðarhluti sé að krefjast þess að lífeyrissjóðirnir víki frá skyldum sínum, en virðist vera fyrirmunað að átta sig á hverjar þær skyldur eru. Hann virðist telja betra og réttlætanlegra að taka þátt í vafasömum viðskiptum en lána til framkvæmda með ríkisábyrgð. Þetta mat er nokkuð langt frá heilbrigðri skynsemi!!
Enn fer Guðmundur svolítið frjálslega með staðreyndir. Hann segir að lífeyrissjóðirnir séu stæðstu fjármálastofnanir landsins, með 1.800 miljarða eign. Lífeyrissjóðirnir eru fyrst og fremst baktrygging þeirra sem borga til þeira, launafólks. Stjórnum sjóðanna ber að passa þetta fé og ná hámarksávöxtun, þó án allrar áhættu. Vissulega eykst áhættan með aukini von um ávöxtun, en stjórnir sjóðanna eiga fyrst og fremst að horfa til áhættunnar og síðan ávöxtunar. Þessu virðast þessar stjórnir hafa gleimt eða ekki viljað fara eftir.
Undir lokin telur Guðmundur að ábyrgðarmenn sjóðanna hafi staðist prófið enn eina ferðina. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir féllu enn eina ferðina á prófinu, staðfestu enn og aftur að þeir bera ekki hag launafólks, fólksins sem á féð sem þeir eru að leika sér með, fyrir brjósti!!!
Krafan um uppstokkun lífeyrissjóðakerfisins verður alltaf háværari. Hvernig þeir hafa hagað sér síðustu vikur eykur enn á þá kröfu. Sú staðreynd að ekki skuli hafa tekist að koma atvinnurekendum frá stjórnum þessara sjóða og sú staðreynd að enn séu í stjórnum sjóðanna að mestu sömu menn og fyrir hrun bankanna, væru einar og sér full gildar til endurskoðunar þeirra. Þegar við bætist að stjórnir þessara sjóða eru en á þeirri skoðun að betra sé að fjárfesta í áhættu frekar en verkefnum með ríkisábyrgð, þegar stjórnir þessara sjóða telja það sitt verkefni að halda vaxtastigi uppi í fjármálakerfinu og þegar stjórnir þessara sjóða telja það sitt verkefni að standa með bönkum og fjármálafyrirtækjum í stórfelldri eignaupptöku hjá sjóðsfélugum, ÞÁ er bráð nauðsynlegt að taka þessa sjóði til gagngerar endurskoðunar, alveg frá grunni!!
Hart sótt að lífeyrissjóðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.