Enn er verið að gambla með fé launafólks!!
10.12.2010 | 20:05
Lífeyrissjóðir hafa ákveðið að ekki sé arðvænlegt að lána til vegaframkvæmda.
Það er víst betra að kaupa fyrirtæki sem eru komin á hausinn, en lána til framkvæmda sem auka innkomu fjár inn í sjóðina gegn um aukna vinnu, að veita lán sem eru með ríkisábyrgð.
Þetta er með ólíkindum, hvernig stendur á að svona andsk... þverhausar fá að gambla með fé launafólks. Hvað eru þessir menn eiginlega að hugsa? Kemst ekkert inn í hausinn á þeim annað en að hlaða undir eiginn rass? Það stæði sennilega ekki á láni ef fyrirtæki Arnars þyrfti fé!!
Það er ekki nóg með að þessir hálfvit.. taki gjaldþrota fyrirtæki fram yfir skuldabréf með ríkisábyrgð, heldur krefjast þeir himin hárra vaxta af öllum fjármunum sem þeir lána. Hver tapar mest á því? Jú þeir sem eiga féð sem þessir sjóðir geima, launafólkið. Hærri vextir leiða til aukinnar verðbólgu sem hækkar höfuðstól húsnæðislána, sem aftur leiðir til enn verri afkomu launafólksins!
Burtu með þessa menn úr stjórnum lífeyrissjóðanna strax!!
Gott að það sé komin niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, hvað veldur að þessir öfugsnúnu menn fá endalaust að sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna og eyða, ef ekki beinlínis stela fé alþýðu??
Elle_, 11.12.2010 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.