Hvað með framhaldið?
10.12.2010 | 16:07
Buchheit telur þróunina hafa verið Íslendingum hagstæð frá því eldri samningurinn var felldur af þjóðinni. En hvað með framhaldið?
Gert er ráð fyrir því að eigur gamla Landsbankans erlendis, muni duga að mestu fyrir höfuðstól icesave kröfunnar. Eins og staðan er í dag séu engin merki þess að einhverjar eftirstöðvar verði eftir árið 2016.
En hvað EF forsendur breytast? Reyndar eru miklar líkur á að svo geti gerst, meginhluti eigna gamla Landsbankans erlendis, eru í ríkjum ESB og stór hluti í evruríkjum. Það vita allir hvaða risavandamál er í gangi þar og enn ekki séð hvernig þau mál enda, geta farið á hvorn veginn sem er. Ef evran hrynur, sem miklar líkur eru á, mun það hafa gífurleg áhrif á efnahagskerfi Evrópu, ekki síst ESB ríkin. Hvert verður verðmæti eignanna þá?
Buchhneit sagði að í versta falli gætum við þurft að greiða til ársins 2046. Þá myndi skuldin vera orðin yfir 250 miljarðar. Hann taldi þetta mjög ólíklegt, en staðreyndin er sú að EF evran hrynur munum við þurfa að greiða alla þá upphæð!!
Þegar gerður er samningur á að gera ráð fyrir því versta, í þessu tilviki eru meiri líkur en minni á að það verði staðreyndin. Ekki á að leggja upp meða að allar forendur gangi upp, síst þegar efnahagsástandið í Evrópu hangir á blá þræði!!
Buchheit: Þróunin hefur verið Íslendingum hagfelld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.