Er kominn samningur?
9.12.2010 | 10:21
Nú er bara spurning hvort komin er samningur, eða hvort Bretar og Hollendingar hafi einfaldlega slitið viðræðum.
Samningsstaða Íslendinga hrundi í raun í fyrradag, þegar stjórnvöld ákváðu að senda ekki bréf til ESA með rökstuðningi okkar, ekki hefur heldur komið fram í fréttum að stjórnvöld hafi óskað eftir og fengið frest á því að skila þessum rökstuðning. Því getur samninganefndin lítið gert annað en að samþykkja það sem að henni er rétt.
Kostir Íslendinga hafa versnað til muna, staða okkar gagnvart ESA er orðin mun verri en hún var fyrir einungis tveim dögun síðan. Ef Bretar og Hollendingar eru eftir sem áður tilbúnir að gera við okkur samning sem hugsanlega er hægt að koma gegn um alþingi, segir það okkur að þeir meti það svo að þrátt fyrir að Ísland hafi ekki svarað ESA og veikt stöðu sína, séu samt miklar líkur á að Bretar og Hollendingar muni tapa málinu fyrir EFTA dómstólnum! Það er engin hætta á að þessar þjóðir geri samning sem þeir telji sig tapa á.
Því má segja að ef samninganefndin kemur heim með einhvern raunhæfan samning sé best að hafna honum og vísa málinu í dóm, ef hinsvegar nefndin kemur heim með skottið á milli lappanna gætum við verið í djúpum skít. Þökk sé okkar fjármálaráðherra!!
Fundum um Icesave lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef að þetta er raunin þá verður Ríkistjórnin að víkja tafarlaust vegna þess að hún er ekki að hugsa um okkar hag og okkar velferð....
Það ganga allir einstaklingar lausir sem rændu þjóðina...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.12.2010 kl. 10:54
Dómstólar í Evrópu koma til með að dæma íslenska ríkið til að gæta jafnræði óháð þjóðerni. Það þýðir að við verðum að greiða öllum innistæðueigendum í Hollandi og Bretlandi upp í topp en ekki bara þessar 20.877 evrur per mann.
Þeir sem vilja fara dómstólaleiðina eru að taka mikla áhættu með okkar litla sæta ríki. Þeir eru hinir nýju útrásarvíkingar!
Hörður Arnarson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 12:37
Nú ert þú kominn nokkuð langt út fyrir efnið, Hörður.
Icesave fjallar eingöngu um 20.877 evrurnar, varðandi það hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með setningu neyðarlaganna, þá er það allt annað mál.
Vissulega gætum við tapað þeim báðum, en til þess þurfa dómarar í báðum málum að dæma gegn ríkjandi lögum og hefðum.
Áhættan fellst eingöngu í því hvort við treystum dómurunum til að fara að lögum, eða hvort við teljum að þeir séu falir fyrir fé!
Vissulega nokkur áhætta en þó vel þess virði!!
Gunnar Heiðarsson, 9.12.2010 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.