Vandinn er stór, mjög stór!!

Sá "aðgerðapakki" sem ríkisstjórnin (lánastofnanir) kynntu fyrir helgi hefði ekki komið svo mjög á óvart ef hér hefði verið hægristjórn. Þó má fullyrða að allar götur væru núna fullar af mótmælendum, berjandi potta, pönnur og tunnur, krefandi þess að stjórnin segði af sér. Hægri stjórn hefði aldrei, aldrei komist upp með svona bull og svik við fólkið!!

Þegar slíkur pakki kemur frá vinstristjórn bregður fólki við, það er síst til of mikils mælst þegar við völdin er stjórn sem kennir sig við fólkið og velferð, að hún geri að minnsta kosti tilraun til að standa vörð fólksins gegn fjármagnsöflunum. Það er ekki nóg að kalla sig ríkisstjórn fólksins ef það er ekki sýnt í verki! Þess í stað afsala stjórnvöld valdi sínu til banka og lánastofnana!!

Þetta sýnir svart á hvítu að ekki er lengur um að ræða hægri og vinstri í Íslenskum stjórnmálum. Ekki er lengur hægt að tala um kapítalisma og kommúnimsma. Eini merkjanlegi munurinn ar að sumir aðhyllast afturhald en aðrir framfarir.

Í Íslenskum stjórnmálum eru tveir hópar, þeir sem sytja í stjórnarráðinu og láta fjármálaöflin segja sér fyrir verkum, gegn þeim eru þeir sem eru í stjórnarandstöðu.

Það er skelfilegt til þess að vita að stjórnvöl, hvar í flokki sem er, skuli ekki geta staðið gegn fjármagnsvaldinu. Skelfilegra er þó að þeir sem stjórna því skuli ekki gera sé grein fyrir því að með fjárhagslegu falli fólksins í landinu falla bankarnir einnig. Að þarna skuli menn vera við stjórnvölinn sem láta skammsýni og græðgi ráða för!! Menn sem virðist fyrirmunað að hugsa lengra en fram að næstu launaútborgun, sem er jú alveg ágæt hjá þessum mönnum!

Sú frétt sem þetta blogg tengist við sýnir svo ekki verður um villst að vandinn er stór. Ekkert í "aðgerðapakkanum" mun leysa þennan vanda!! Á meðan bankar og lánastofnanir fá að leika lausum hala og ráða för, verður ekkert gert til bjargar fólkinu. Þegar þessar stofnanir átta sig loks, er allt of seint að gera nokkuð, nýtt hrun óhjákvæmilegt og mun það verða mun dýpra og verra en það sem við glímum við núna.

Vandi Íslendinga er stór, stæðsti vandinn er þó hversu erfiðlega gengur að fá stjórnvöld til að draga hausinn upp úr sandinum og gera eitthvað, bara eitthvað, af viti!! Allar ákvarðanir stjórnvalda fram að þessu hafa miðast við það eitt að fresta vandanum, ekkert er gert til lausnar!!

 

 


mbl.is Afskriftir hafa aukist verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband