Ekki verður séð annað en lágkúran hjá stjórnarþingmönnum sé að ná nýjum hæðum!!

Það er broslegt að horfa upp á stjórnarþingmenn, hvern á fætur öðrum koma í pontu og skammast við stjórnarandstöðuna. Enda svo mál sitt á að kalla framferði stjórnarandstöðu "skotgrafahernað"!

Fyrir það fyrsta ættu stjórnarþingmenn að hafa nægan meirihluta á þingi til að geta stjórnað dagskránni, en þetta dæmi sýnir enn og aftur hversu meirihlutinn er veikur.

Í öðru lagi samþykkti stjórnarandstaðan breytingu á dagskrá til að tekinn yrði upp svokallaður bandormur. Væntanlega vegna þess að fjármálaráðherra taldi nausynlegt að flýta umræðunni um þetta mál. Eins og allir vita er þessi bandormur ekki veiki hunda, heldur léleg stjórnuna fjármála ríkisins, en það er önnur saga. Telji fjármálaráðherra svo mikið liggja við að breyta þurfi dagskrá þingsins til að taka þetta mál upp, er lágmark að hann sé sjálfur viðstaddur umræðuna. Annað er óásættanlegt. Það var vegna þessa sem stjórnarandstaðan neitaði að ræða þetta mál.

Það er orðið þreytandi að hlusta á stjórnarþingmenn tala um "skotgrafahernað". Sérstaklega þegar þeir sjálfir eru duglegastir við þá iðju. Þegar þessir flokkar voru í stjórnarandstöðu kölluðu þessir sömu þingmenn andstöðu við stjórnvöld "ábyrga stjórnarandstöðu".

Stjórnarandstöðunni ber að veita stjórnvöldum aðhald. Til þess að það geti gengið verður stjórnarandstaðan að hafa leifi til að hafa andstæðar skoðanir á við stjórnvöld.

 


mbl.is Gamaldags „skotgrafapólitísklágkúra“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Er ég sammála þér Gunnar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.11.2010 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband