Fórum við í tímavél, er komið sumarið 2008 aftur?

Enn stjórna bankar og lánastofnanir stjórnvöldum, eins og sumarið 2008. Enn fara stjórnvöld undan í flæmingi og láta banka og lánastofnanir segja sér fyrir verkum, eins og sumarið 2008. Enn gera stjórnvöld ekkert til að koma í veg fyrir algjört hrun þjóðarinnar, eins og sumarið 2008.

Hugsanlega vegna þess að sama fólk er að hluta í stjórn og sumarið 2008. Hugsanlega vegna þess að sömu aðilar virðast enn hafa ítök í banka og lánastofnanir og sumarið 2008.

Rök Jóhönnu eru einkum þau að vinna verður málið í samvinnnu við banka og lánastofnanir til að baka ekki ríkisjóð ábyrgð. Það skyldi þó ekki vera sömu rök og sumarið 2008!

Það er ljóst hverjum manni sem getur lagt saman tvo og tvo, að ef þær aðgerðir sem stjórnvöld ætla að grípa til eru að undirlægi banka og lánastofnana, mun vandinn ekki verða leystur. Það er einnig deginum ljósara að ef vandnn verður ekki leystur munum við fá enn stærra og dýpra hrun en haustið 2008!!

 


mbl.is Skuldaaðgerðir að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Gunnar maður er svolítið hræddur um að það sé að gerast...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.11.2010 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband