Stengjabrúður!!

Það fer ekki á milli mála að þessum matsfyrirtækjum er stjórnað eftir öðrum gildum en þau gefa sig út fyrir. Hvernig í ósköpunum getur lánshæfismat einhvers lagast við aukna skuldabyrgði?

Ekki getur skýringin verið að Íslendingar hafi ekki viljað borga icesave, það hefur aldrei staðið á því. Deilan hefur snúist um hvort við borgum eftir reglum ESB og EES, eða hvort við borgum eftir vilja Breta og Hollendinga. Það er greinilegt að þessi svokölluðu alþjóða matsfyrirtæki telja mikilvægara að smáþjóðir hlýti vilja hinna stærri, að það skipti meira máli en hvort farið er eftir samningum og lögum, jafnvel mikilvægara en það hvort þessar smáþjóðir geti staðið við sínar lántökur.

Það er því í meira lagi undarlegt að lánshæfismat okkar muni lagast ef við bætum 60 miljörðum við skuldasafn okkar, skuldasafn sem þegar er orðið allt of stórt.

 


mbl.is Lausn jákvæð fyrir lánshæfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband