Er að kvikna á perunni hjá Ömma?
16.11.2010 | 13:45
Ögmundur Jónasson virðist loks vera að átta sig á alvarleika málsins. Átta sig á því að hann ásamt nokkrum þingmönnum VG hafi grafið gröf flokk síns, einungis sé eftir að henda hræinu ofaní og moka yfir.
Það hefði verið Ögmundi og félögum hollt að spyrja sig þeirra spurninga hvort "tær vinstristjórn" væri þess virði að lýðræðinu væri stofnað í hættu og hvort flokkur þeirra væri ekki meira virði en seta í ríkisstjórn til skamms tíma.
Það "steinrunna kerfi" sem Ögmundur talar um er ekkert grín að eiga við. Þar er litið svo á að þeir séu drottnarar og allir aðrir undirsátur sem ber að hlíða í einu og öllu. ESB stjórnar aðlögunarferlinu og lætur ekki segja sér fyrir verkum.
Ef einhver dugur er í Ögmundi, þá gengur hann til liðs við sinn flokk og sér til þess að aðlögunarferlið verði stoppað af. Að öðrum kosti er hann að fórn flokk sínum og setja lýðræðið í alvarlega hættu!
Ítrekar að hægt sé að flýta viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefur þú trú á því að hann geri það? ég held að hann hafi alveg stuðning til þess innan síns flokks. Ef hann hefur áhuga! Og skipta svo upp forystu flokksins!
Eyjólfur G Svavarsson, 16.11.2010 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.