Vandinn verður ekki leystur með því að velta honum á undan sér
15.11.2010 | 09:46
Ríkisstjórnin heldur fundi með fulltrúum frá samtökum fjármálastofnana og sambandi lífeyrissjóða. Ýmsum tillögum er velt upp á þessum fundum!
Það er spurning hver stjórnar landinu, sytjandi ríkisstjórn eða samtök fjármálafyrirtækja.
Eftir að sérfræðinefndin hafði í heilann mánuð legið yfir útreikningum um hina ýmsa kosti til leiðréttingar lána, kom hún stjórninni í þann vanda að þurfa að vilja á milli hinna ýmsu kosta. Það hefur ekki verið styrkur núverandi stjórnar að taka ákvörðun um eitt eða neitt. Því hefur hún nú í eina viku fundað með "hagsmunaaðilum" um hvaða lausn sé best. Í þessu tilfelli eru "hagsmunaaðilar" samtök fjármálastofnana, undir stjórn þess manns sem vitandi vís lét óátalið að umboðsaðilar hanns brytu lög um árabil og sambandi lífeyrissjóða, sem hafa sóað fé launafólks í allskonar bull og vitleysu þannig að skerða hefur þurft lífeyri félagsmanna. Þó eru formenn þessara sjóða að skammta sér laun, allt að einn og hálfri miljón á mánuði!
Flöt leiðrétting er út af borðinu, eftir er að velja hvaða önnur leið er talin best, væntanlega fyrir samtök fjármálastofnana og samband lífeyrissjóða. Ekki er verið að hugsa um lánþega!!
Sértækar leiðréttingar geta aldrei orðið sanngjarnar eða réttlátar. Eina leiðin til að gæta sanngirnis er að fara í flata leiðréttingu. Síðan er hægt að skoða þá sem eftir standa og hjálpa þeim sem hjálpað verður, en ljóst er að einhverjum verður ekki hjálpað úr því sem komið er.
Sértækar aðgerðir bjóða upp á misrétti og spillingu, auk þess sem slík aðgerð mun alltaf vera hægvirk og því útilokað að vandinn verði leystur með þeim hætti. Það bætast fleiri við listann en þeir sem fá lausn sinna mála.
Veltu upp ýmsum kostum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.