Glæpir stjórna lífeyrissjóðanna

Það er kjarkur í Ragnari að þora að gagnrýna lífeyrissjóðina og á hann þökk fyrir.

Það er nauðsynlegt að fletta ofan af þeirri spillingu og óstjórn sem viðgengst í þessum sjóðum okkar launamanna. Stjórnir þeirra hafa spilað með fé okkar og tapað stórum fjárhæðum vegna misgáfulegra fjárfestinga, svo að skerða hefur þurft lífeyri til þeirra sem byggt hafa sjóðina upp.

Enn sitja í stjórnum þessara sjóða að mestu sömu aðilar og fyrir hrun og eru að greiða sér yfir hundrað miljónir í laun. Sumir sjóðanna hafa sett á stofn rannsóknanefndir til að skoða hvað fór úrskeiðis, nefndir sem í raun er stjórnað af stjórnum sjóðanna. Hvenær hefur sakamaður verið best til þess fallinn að rannsaka eigin glæp?

Hvort betra sé að fækka sjóðunum niður í einn vil ég ekki leggja mat á. Þó er augljóst að rekstrarkostnaður mun minnka og jöfnun yrði í lífeyrisréttindum. Ekki er þó víst að meinið verði læknað með þeirri aðgerð einni.

Mein lífeyrissjóðanna liggur fyrst og fremst í því að þeim er stórnað af umboðslausum mönnum, þ.e. mönnum sem skipaðir eru af stjórnum verkalýðsfélaga og samtökum atvinnurekenda. Fólkið sem á féð sem þessir sjóðir geima hefur ekkert, eða mjög lítið, um það að segja hverjir höndla með fé þess og getur lítið gert til að hegna þeim mönnum sem ekki standa sig í starfi.

Að fulltrúar vinnuveitenda skuli vera í stjórnum þesara sjóða er út í hött og getur ekki staðist nein eignarréttar eða jafnréttissjónamið. Að stjórnir verkalýðsfélaga skuli velja menn í stjórnir þessara sjóða orkar einnig mjög tvímælis. Stjórnir þessara stéttarfélaga eru í flestum tilfellum settar með þeim hætti að vart er um lýðræðislega ákvörðun að ræða.

Endurskoðunar er vissulega þörf á lífeyriskerfi landsmanna. Val í stjórnir þeirra hlýtur að vera þar efst á blaði, bein kosning félagsmanna er eina rökrétta lausnin. Ef það er talið til bóta með rökum að einn sjóður skuli vera á landinu, má skoða það. Þá er væntanlega verið að tala um að lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna komi inn í þann sjóð, með þeim skyldum sem ríkið hefur gagnvart honum.

Núverandi fyrirkomulag getur ekki gengið lengur, ekki gagnvart launafólki, stéttafélögum né vinnuveitendum. Þetta fyrirkomulag stendur virkilega í vegi fyrir eðlilegri vinnu stéttafélaga fyrir félagsmenn sína.

Lífeyrissjóðir eru ekki bankar í þeirri merkingu að fólk geti ráðið eða valið hvort það hefur viðskipti þar eða ekki. Það hlutfall launa fólks sem tekið er í lífeyrissjóðina er tekið af því með lögboði og sett í sjóði sem hafa þær skyldur að tryggja fólki elli og örorkulífeyri. Því er lágmark að það fólk sem fjámagnar þessa sjóði og nýtur afraksturs þeirra hafi allt um það að segja hverjir stjórna þeim og varðveita féð.

 


mbl.is Gagnrýnir rekstrarkostnað lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband