Að gambla með annara manna fé!!
12.11.2010 | 12:35
Nú er það svo að fjárhættuspil er bannað á Íslandi, þó hafa flestir sem það hafa stundað verið að spila með eigið fé.
Það þykir hins vegar eðlilegt og jafnvel lögvarið þegar fáir menn geta verið að spila með fé launafólks, algerlega í óþökk þess og án alls umboðs.
Skipan stjórna lífeyrissjóða er eins röng og vitlaus sem mest getur verið. Fyrst þarf launafólk að kjósa sér stjórnir í sínu stéttafélagi, kosningafyrirkomulag þeirra er í flestum tilfellum með þeim hætti að nánast er útilokað fyrir hinn almenna launamann að hafa nein áhrif sem nemur. Síðan skipa þessar ólýðræðislegu sjórnir stéttafélaganna í stjórnir lífeyrissjóðanna, þó ekki að fullu, því atvinnurekendur skipa einnig sína fulltrúa.
Auðvitað á að vera bein kosning til stjórna lífeyrissjóða meðal launþega. Það eru launþegar sem eiga það fé sem þessir sjóðir geyma, ekki stéttafélögin og enn síður atvinnurekendur. Það er launafólk sem nýtur lífeyris úr þessum sjóðum ekki stéttafélög og enn síður atvinnurekendur.
Þessir sjóðir eru um fé launafólks til samtryggingar og lífeyrisgreiðslna fyrir það, ekki stéttafélög og enn síður atvinnurekendur. Því eiga launþegar að ráða hverjir stjórna þessum sjóðum, ekki stjórnir stéttafélaga og enn síður fulltrúar atvinnurekenda!!
Það á ekki að líðast að menn, án alls umboð, geti verið að gambla með fé launafólks!!
Krefst breytinga hjá Gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.