Jóhanna þverbrýtur stjórnarskránna

Þessi yfirlýsing kemur ekki á óvart, enda öllum kunnugt um verk Jóhönnu í undanfara kosningar alþingis um ESB umsóknina.

Það sem er öllu skuggalegra í þessu er að þarna braut Jóhanna 48. grein stjórnarskrárinnar. Það virðist vera fremur regla hjá henni að brjóta stjórnarskránna en hitt.

Við ráðningu á manni með erlendt ríkisfang í stöðu Seðlabankastjóra braut hún 20. greinina.

Þegar ESB umsóknin var send til Svíþjóðar með hraði, brautt hún 16., 17., 19. og 21. greinarnar.

Við samþykkt á að kalla saman landsdóm voru bæði 14, og 50. greinarnar brotnar. Í 14 gr. segir að alþingi geti ákært ráðherra og skuli þá landsdómur dæma. 50. gr segir að þegar þigmenn missa kjörgengi séu þeir ekki lengur varðir af þingi. Því eru ráðherrar ekki varðir af þingi nema þeir séu starfandi, landsdómur getur eingöngu fjallað um málefni starfandi ráðherra.

Stjórnarskráin okkar er merkt og gott skjal, jafnvel þó hún sé Dönsk. Þó vantar eitt atriði í hana, ekkert er getið um hvernig skuli fara með stjórnarskrárbrot né hver hefur vald til að ákæra slík brot og til hvaða dómstóls.

Því geta ráðherrar brotið stjórnarskrá eins og þeim sýnist og komist upp með það. Það er þó algert einsdæmi að sama stjórnin á rétt rúmu einu og hálfu ári takist að brjóta átta greinar stjórnarskrárinnar og virðast ætla að komast upp með það!!

 


mbl.is Hótað embættismissi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ef ég næ kjöri mun ég sérstaklega beita mér fyrir ákvæði um Stjórnlagadómstól.  Einhverjir fleiri hafa svipaðar hugmyndir.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.11.2010 kl. 18:57

2 identicon

SKORA Á ALLA SEM LESA ÞESSI ORÐ, AÐ HORFA Á ÞETTA VÍDEÓ OG DREIFA ÞVÍ SEM VÍÐAST. VIÐ ÞURFUM AÐ SJÁ Í GEGNUM ESB LYGAVEFINN. ANNARS ER ÍSLENSKA ÞJÓÐIN DÁIN OG ÖLL GÓÐ GILDI HENNAR MEÐ.

VARIST FÖÐURLANDSSVIKARA SEM ERU GLÆPAMENN GEGN ÖLLU MANNKYNI! (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 00:55

3 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=cAhiP2__B2U&feature=player_embedded#!

VARIST FÖÐURLANDSSVIKARA SEM ERU GLÆPAMENN GEGN ÖLLU MANNKYNI! (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 00:56

4 identicon

48. grein --Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.--Jóhönnu, og hverjum sem er, er frjálst að láta ráðherra vita að hann geti ekki starfað í ríkisstjórn sem hann ekki styður. Sem þingmanni bar Jóni Bjarnasyni að greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni. Hafi hann ekki gert það er það hann sem er brotlegur.

Kjörgengi er rétturinn til að bjóða sig fram til þings, ekki það að vera þingmaður. Og 50. greinin hefur ekkert með starf Landsdóms að gera frekar en greinin um trúfrelsi. Þannig að Landsdómur getur vel fjallað um ráðherra, núverandi og fyrrverandi, hvort sem þeir voru kosnir eða skipaðir.

16., 17., 19. og 21. greinarnar eru ekki brotnar þegar farið er eftir 8. og 13. grein.

sigkja (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 18:36

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er ekki vanur að svara þeim sem ekki þora að setja nafn sitt við skrif sín en ætla að gera undantekningu nú, "sigkja".

Þegar mönnum er hótað embættisismissi eða hverju öðru sem er, þá er verið að reyna að hafa áhrif á skoðun þeirra eða ákvörðun. Því braut Jóhanna klárlega 48. greinina. Það er ekki hennar að ákveða hvaða þingmenn samstarfsflokksins gegna störfum ráðherra heldur formanns og þingflokks þess flokks, með samþykki forseta.

Hafi þingið ekki brotið 14. og 50. greinarnar, sem landsdómur mun væntanlega skera úr um, þá getum við beðið rólegir. Landsdómur verður þá væntanlega kallaður saman eftir að þessi stjórn fer frá til að skera úr um hvort núverandi stjórn hafi brotið 1., 16., 17., 19., 20., 21. og 48. greinar stjórnarskrárinnar.

Gunnar Heiðarsson, 13.11.2010 kl. 11:47

6 identicon

48. greinin bannar engum að reyna að hafa áhrif á skoðanir eða ákvarðanir. Þá væru til dæmis nær öll blogg, þitt meðtalið, stjórnarskrárbrot. Allar greinar um hvaða ógöngum við lendum í ef við kjósum ESB, stjórnarskrárbrot. Aðvaranir um hvað getur skeð ef maður fer óvarlega með jólakertin, stjórnarskrárbrot. Skammtastærðir á lyfjaglösum, stjórnarskrárbrot. Þingmönnum væri þá bannað að lesa, hlusta og horfa á allt sem gæti haft áhrif á skoðanir og ákvarðanir. Og enginn mætti segja, birta eða gera neitt sem gæti haft áhrif á skoðanir og ákvarðanir alþingismanna ef svo illa vildi til að þeir óvart opnuðu augun eitt augnablik eða misstu tappa úr eyra.

Það má vel vera að Jóhanna hafi einhverstaðar brotið lög, en engar af upptöldum greinum stjórnarskrárinnar hefur hún brotið, nema hún hafi greitt atkvæði gegn eigin sannfæringu. En það er erfitt að sanna, þar sem hægt er að hafa aðra sannfæringu mínútuna áður en kosið er og enn aðra mínútu eftir. Við breytum ekki um lit, hækkum eða lækkum við það að skipta um skoðun.

Auk þess held ég að það sem Jóhanna sagði, hvernig Jón skildi það, hvernig Jón sagði frá og hvernig frændi Jóns eða vinur frænda Jóns, síðan opinberaði þessa sögu sem fréttamaður síðan birti, gæti vel hafa tekið einhverjum breytingum í meðförum. Það sem einn kallar hótun kallar annar aðvörun og sá þriðji ábendingu.

sigkja (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband