Hvar liggja mörkin?

Og hver setur reglurnar?

Það er ljóst að ef forstjóri PFS fer með rétt mál, þá eru reglurnar rangar og þarf að breyta þeim.

Hvernig stendur á því að nú skuli allt í einu koma fram reglur um þetta? Íslandspóstur hefur starfað í nokkur ár og alltaf borið póst á þessa bæi. Gerðu þeir það á eigin kostnað? Eða mun verða lækkun á því gjaldi sem Íslandspóstur fær, um þessa vegalengd?

Hvað fleira er í þessum reglum? Má kannski búast við að fleiri bæir eða jafnvel sveitafélög verði skilgreind "utan byggðar" hjá PFS?  Er miðað við ákveðna vegalengd? Ákveðinn fjölda íbúa? Hver eru og hvar liggja mörkin?

 


mbl.is Fara verður eftir reglunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ákvæðið sem PFS byggir á er í þá veru að heimilt sé að neita póstdreifingu til staða sem séu "langt utan almennrar byggðar"  (ég er ekki með reglugerðina fyrir framan mig svo ég get ekki ábyrgst orðalagið nákvæmlega.) Það fylgir engin skilgreining á "almennri byggð" eða hvað sé "langt", og er reyndar sérstakt rannsóknarefni hvernig svona loðið ákvæði rataði inn í reglugerð. Hins  vegar get ég ekki sammþykkt annað en að lögbýli með búsetu sé almenn byggð, og ákvörðun PFS því algerlega út í hött. Eða ætla menn bara að skilgreina þéttbýlisstaði sem almenna byggð? Áttræð móðir mín býr á Láganúpi, næsta bæ við Breiðuvík, og þar var úrskurðurinn sá sami; henni er gert að sækja póstinn sinn 11km leið og yfir fjallveg.

Kári Össurarson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband