Ömurleg umræða og öllum til skammar!!
6.11.2010 | 17:47
Þetta er ömurleg umræða og varla til þess fallin að auka sjálfsvirðingu þess fólks sem er háð þessum matargjöfum.
Þessi umræða minnir frekar á að verið sé að tala um skynlausar skepnur en fólk. Það er aumt að verið sé að velta sér upp úr því hver aðferðin sé betri, þegar fólk sveltir. Nær væri að leysa vandann en velta sér upp úr honum!! Þessi umræða er öllum til skammar, sérstaklega félagsmálayfirvöldum!
Hvernig fátækt er skilgreind skiptir litlu máli fyrir þann sem ekki getur brauðfært sig og sína. Fyrir honum skiptir ekki máli hvort hann telst fátækur miðað við skilgreinigu A eða B. Að eiga ekki fyrir mat er fyrir honum fátækt.
Þeir sem komið hafa þessari umræðu af stað ættu að skammast sín, ömurlegast er þó að rót umræðunnar liggur hjá þeim sem lögum samkvæmt eiga að sjá til þess að svona staða komi ekki upp!! Í stað þess að leysa vandann, eins og þeim ber skylda til, hafa þeir tekið upp þá stefnu að reyna að niðurlægja þetta fólk, eins og ekki sé nóg niðurlæging að þurfa að standa í biðröð eftir matargjöf!
Matur í poka eða fjárstyrkur ? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svona umræða ætti ekki að þurfa að sjást, en er engu að síður nauðsynleg til að stjórnvöld taki mögulega kipp, skammist sín og bæti úr, Ekki seinna en núna.
Bergljót Gunnarsdóttir, 6.11.2010 kl. 18:04
Sæl Bergljót, stjórnvöld, sama hver þau eru, ættu aldrei að láta þá stöðu koma upp sem nú er. Það á að vera forgangsverkefni fram yfir allt annað að sjá svo um að þetta gerist ekki.
Nú er þetta vandamál tæknilega undir sveitastjórnum, ríkisstjórnin getur þó ekki fyrrt sig allri ábyrgð.
Gunnar Heiðarsson, 6.11.2010 kl. 18:23
Sammála. Að vísu virðast stjórnendur borgarinnar ekki neitt sérstaklega í stjórnunarhugleiðingum þessa dagana, en ég leyfi mér samt að kalla þá stjórnvöld. Ekki væri verra ef þeir þarna í þinghúsinu hættu að snúast í kringum ruglið í sjálfum sér og gerast betrungar borgarstjórnenda.
Bergljót Gunnarsdóttir, 6.11.2010 kl. 20:24
Mikið væri annars gaman ef niðurstöður þjóðfundar yrðu framtíðin. Mér finnst þær eins og fallegur draumur.
Bergljót Gunnarsdóttir, 6.11.2010 kl. 20:29
Er ekki hægt að gera eins og í gamla daga? Flytja þessa blönku og ómögulega, félagsmálavandamálafólk og svoleiðis til annara Norðurlanda?
Ísland hefur stundað þá iðju gagnvart bækluðum árum saman og gengur vel, svo þetta fátæka pakk getur farið á sósíalin einhversstaðar annarstaðar. Það sparar svo mikið á Íslandi...
Óskar Arnórsson, 6.11.2010 kl. 23:11
Það fyrsta sem hvarflar að mér er djúp og innileg vorkunn að lesa svona smekkleysu, ef þetta á að vera fyndið þá hjálpi þér allir heilagir?
Bergljót Gunnarsdóttir, 6.11.2010 kl. 23:31
Í fyrsta lagi er þetta ekki brandari, í öðru lagi klassísk almenn lýsing á hugarfari embættismanna á íslandi gagnvart þeim á sem eiga undir högg að sækja í þjóðfélaginu og í þriðja lagi er ég með svo mikið af heilögu fólki í kringum mig að það hálfa væri nóg...
Óskar Arnórsson, 7.11.2010 kl. 00:27
Ef þú ert að kafna yfir öllu því heilaga fólki sem er í kringum þig Óskar, væri kannski ráð fyrir þig að færa þig. Þú getur örugglega fengið inni í ráðhúsi Reykjavíkur. Það fer ekki mikið fyrir heilagleikanum þar innan dyra!
Gunnar Heiðarsson, 7.11.2010 kl. 00:53
Það stendur til bóta Gunnar. Þetta "heilaga" sem ég átti við skilja vonandi allir sem "íslenskt kjaftæði" sem gengur undir nafninu "að hafa skoðun" og "umræða" embættismanna og annara sem stjórna þessu landi.
Í flestum löndum sem hafa embættismenn á þreföldum launum vegna hversu stóra ábyrgð það hefur,er reynt alla vega að þykjast bera ábyrgð á því sem fólk segir opinberlega. Menn hafa þurft að segja af sér af minna tilefni bókstaflega allstaðar nema á Íslandi.
Á Íslandi getur fólk hagað sér nákvæmlega eins og það vill. Þetta er ekki einu sinni þess virði að ergja sig á því. Það er ekkert fyndið við þetta.
Aumingjaskapurinn er svo hroðalegur að manni verður bara flökurt og illt af að vita af þessu fólki sem dettur þetta í hug, t.o.m. lætur hafa þetta eftir sér án þess að það breyti nokkuð þeirra stöðu.
Ég er svo vanur að kommentera hjá fólki sem veit nákvæmlega mína skoðun á málum sem þessum og mörgum öðrum, að ég hefði kanski átt að orða þetta svolítið öðruvísi í byrjun.
Þessi pistill segir nákvæmlega eins og það er. Því miður er ástandið á hugarfari fólks sem fær borgað fyrir að vera betri og nákvæmari enn margir aðrir í að hjálpa fólki, er með skóla í að sína nærgætni, sem kemur með mestu lágkúrunna.
Nei ég myndi ekki vilja vera innabúða í ráðhúsi Reykjavíkur.
Óskar Arnórsson, 7.11.2010 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.