Reykjavík / Ham-borg

Það er spurning hvort ekki sé rétt að breyta nafni Reykjavíkur í Ham-borg, Reykvíkingar gætu þá kallað sig Ham-borgara.

Ástæða þess að ég nefni þetta er einföld, borgarsjóra virðist vera stjórnað af bassaleikara hljómsveitarinnar Ham, S Birni Blöndal. Hann fylgir honum eftir og læðist með veggjum, til aðstoðar borgarstjóranum þegar hann lendir í óvæntum viðtölum við fjölmiðla.

Hamliðar eru í fleiri stöðum innan borgarinnar og ekki að sjá annað en þessi hljómseit sé búin að yfirtaka borgina. Það er því ekki réttnefni að tala um að einhver sé "Gnarraður", réttara væri að tala um að fólk hafi verið "Hamrað"!

Stjórnun höfuðborgarinnar hefur áhrif utan hennar, einkum þó í gegn um ýmis fyrirtæki sem borgin á aðild að. Má þar nefna Orkuveituna, Faxaflóahafnir og fleiri fyrirtæki. Meirihluti borgarstjórnar ræður lögum og lofum innan þessara fyrirækja. Því hafa ákvarðanir borgarstjórnar bein áhrif langt út fyrir borgarmörkin. Starfsvæði OR er til dæmis yfir stóran hluta suður- og vestulands.

Það er því spurning hvort ekki þurfi að endurskoða kosningar til borgarstjórnar, hvort ekki sé rétt að allir þeir sem fyrir áhrifum ákvarðana hennar, fái að kjósa. Hin leiðin væri að aftengja stjórnir fyrirtækjana við pólitíkskar kosningar, vissulega einfaldara í framkvæmd en ekki víst að vilji sé til staðar.

Jafnvel þó það yrði gert er Reykjavík (Ham-borg) höfuðborg Íslands og því borg allra landsmanna.

Ekki ætla ég að dæma meðlimi hljómsveitarinnar Ham, ég þekki þessa menn einaldlega ekki neitt, það getur vel verið að S Björn Blöndal og félagar séu hinir mætustu menn, en verk þeirra hingað til benda þó til mikillar vankunnáttu.......

Það er Hamrað á fólki með fjöldauppsögnum, það er Hamrað á fólki með skattahækkunum, það er Hamrað á minnihluta borgarstjórnar og síðast en ekki síst þá er Hamrað á því fólki sem af manngæsku gefur vinnu sína til aðstoðar þeim sem minnst mega sín, með matargjöfum.

Hamrarnir eru ekki þagnaðir, en sú stund mun verða stór fyrir landsmenn þegar það skeður!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband