Ólína Þorvarðardóttir veit ekki hvað hún segir en tjáir sig sammt!
1.11.2010 | 21:30
Ólína Þorvarðardóttir vill skoða Bændasamtökin. Ástæðan er að hún telur að þau styrki samtökin Heimsýn og leyfi þeim að auglýsa frítt í Bændablaðinu.
Þetta er hið besta mál, vonandi tekst henni að koma í veg fyrir þetta svindl og svínarí. Það er góð fyrirmynd um hvernig skuli tekið á því þegar áróðursmaskína ESB fer að dæla fé til valdra aðila og fjölmiðla hjá okkur til þess að koma sínum málum að.
Ólína gagnrýnir einnig að landbúnaður skuli vera studdur af ríkinu. Hún ætti að tala varlega konan, hún er jú þingmaður í kjördæmi þar sem landbúnaður skiptir miklu máli og reyndar heldur uppi stórum svæðum. Hvernig væri Skagafjörður, Húnavatnssýslur, Strandasýsla, stór hluti Ísafjarðarsýslna og Barðastrandasýslana, Dalasýsla, Snæfells og Hnappadalssýslur, Mýrasýsla og stæðsti hluti Borgarfjarðarsýslu, ef enginn landbúnaður væri til staðar. Það er ekki víst að hún komist á þing ef sú staða kemur upp. Ekki vegna þess að fólk vilji hana ekki þangað, heldur vegna þess að kjósendur væru svo fáir að kjördæmið mætti þakka fyrir að fá einn mann á þing!
Það hefði einnig sterk rök hjá Ólínu að nefna, þó ekki væri nema eitt land innan ESB, sem ekki nýtur styrkja til landbúnaðar. Hún hefði einnig getað kynnt sér með hvaða hætti styrkjakerfi til landbúnaðar virkar innan ESB og bera saman við það sem hér ríkir.
Það er auðvelt að gagnrýna, sér í lagi mál sem eiga auðvelt til hlustenda. Þetta veit Ólína, enda fyrrverandi fjölmiðlakona. Það er hins vegar ekki eins gaman að koma fram með staðreyndir og samanburð.
Þegar þingmenn tjá sig um málefni sem koma þjóðinni við ber að ætlast til þess að þeir komi með staðreyndir, ekki eitthvað fleypulaust rugl. Staðreyndir byggðar á gögnum sem ekki er hægt að hrekja.
Það er ófært að þingmaður geti leyft sér að segja eftirfarandi:
"Rökin fyrir því hafa sjálfsagt hljóðað eitthvað á þá leið að íslenskur landbúnaður ætti undir högg að sækja, það þyrfti að styðja íslenska bændur í því að halda uppi byggð í landinu eða hvað veit ég."
Ef blessuð konan veit ekki hvað hún segir á hún að hafa vit á að halda kjafti!!
http://blog.eyjan.is/olinath/2010/10/31/heimsyn-baendur-og-opinbert-fe/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.