Aðlögun er það heillin!

Þetta er aðlögunarferli, um það þarf ekki að deila. Jafnel sumir aðildarsinnar viðurkenna þessa staðreynd, en segja að það sé í lagi. Það sé þörf á að breyta stjórnkerfinu hjá okkur og því best að aðlaga það að ESB.

Hvað fáum við með þessum breytingum? Við fáum miðstýrt, þungt og flókið kerfi. Miðstýring er megin þemað í stjórnkerfi ESB. Þyngra stjórnkerfi og blíantsnagara munu ráða í flestu og erfitt verður fyrir almenning að fá lausn sinna mála innan kerfisins.  Síst af öllu þurfum við að fá flóknara stjórnkerfi en nú er.

Þetta er að sem við fáum með því að aðlaga okkar stjórnkerfi að ESB, óháð því hvort við göngum inn eða ekki. Ef við samþykjum aðild veit enginn hvað við bætist. Þó vitum við að stór hluti kerfisins færist til Brussel og gerir það enn þyngra og flóknara. Við vitum einnig að Lissabon sátmálinn veitir framkvæmdastjórninni nánast alræðisvald yfir aðildarríkjunum. Nú þegar hefur hún í krafti þess sáttmála stofnað embætti forseta ESB. Hann er kosinn af evrópuþinginu, sem er skipað fulltrúm skipuðum af þjóðþingum hverrar aðildarþjóðar, sem kosin er af alþýðunni. Er þetta það lýðræði sem við viljum? Viljum við hafa forseta sem kosinn er með þessum hætti?

Framkvæmdastjórnin hefur krafist þess að ESB verði skilgreint sem þjóðríki innan Sameinuðu þjóðanna. Þá er stutt í að ESB verði skilgreint sem þjóðríki á alþjóðavettvangi. Það er skelfileg til þess að vita, óháð því hvort við verðum aðilar eða ekki, að þessi staðreynd skuli vera komin upp. Þegar virkt lýðræði er með þeim hætti sem ESB byggir upp er auðvelt fyrir misvitra og jafnvel stórhættulega menn að ná völdum yfir þessu bákni. Hvernig verður heimsbyggðin stödd þá?

Þegar hefur verið ákveðið að auka samstarf aðildarþjóðanna í hernaðarmálum. Ekki þarf neinn sérfræðing til að átta sig á að það er upphafið að sameiningu þeirra og loks yfirtöku ESB á þeim. Þetta mun ske óháð aðild okkar, en mun vissulega hafa áhrif á líf okkar ef við gerumst aðilar.

Þann 1. des 2009 var Lissabon sáttmálinn samþykktur, fyrir tæpu ári. Nú þegar hafa orðið miklar breytingar á stjórnun ESB. Það hefur fengið eigin forseta og utanríkisráðherra, krefst aukinnar samræmingar í efnahagsstjórn og hótar þeim aðildarþjóðum sem ekki geta uppfyllt þær kröfur, atkvæðasviptingu innan evrópuþingsins, hefur fengið skilgreiningu sem þjóðríki hjá SÞ og krefst aukinnar samvinnu herja aðildarþjóðanna.

Það er ljóst hvaða stefnu framkvæmdastjórnin hefur tekið, eftir er að vita hversu langt hún ætlar að ganga. Jafnvel þó núverandi framkvæmdastjórn verði hófsöm, þá veitir Lissabon sáttmálinn nánast ótakmörkuð völd og því auðvelt að misnota hann.

Við vitum hvernig samning við getum fengið, hugsanlega getum við fengið frestanir á upptöku einstaka þáttum hans, en einungis til skemmri tíma. Um þetta þarf ekki að deila.

Við vitum hins vegar ekki hvað við fáum með aðild. ESB hefur hafið grundvallar breitingar á sínu stjórnkerfi, hvert það leiðir veit enginn ennþá. Ekki er víst að samningar verði haldmiklir eftir slíkar breitingar.

Við skulum ekki gleima þeirri staðreynd að vægi okkar innan ESB verður 0,06%. Það eru litlar líkur á að við getum látið til okkar taka á þeim vettvangi.

 


mbl.is Krafa um víðtæka aðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég get ekki neitað að það setur að manni ugg.

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.10.2010 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband