Aðförin að lífeyrissparnaði kemur af stjórnum sjóðanna!!
14.10.2010 | 22:04
Ef eitthvað er aðför að líeyrissparnaði eru það stjórnir sjóðanna! Leiðrétting lána er það ekki!
Stjórnir sjóðanna, sem í flestum tilfellum eru sömu menn og fyrir hrun, hafa farið þannig með fé launþega að spurning er hvort ekki sé hægt að lögsækja þá. Fyrir hrunið fjárfestu þeir í gjaldþrota fyrirtækjum, þeir tóku fullann þátt í gengdarlausri græðgisvæðingunni og jafnvel voru sumir atvinnurekendur með svo sterk ítök í sumum sjóðum að þeir gátu nánast notað þá sem sinn einka reikning.
Enn eru þessir menn að, fjárfestingar þeirra með fé launþega er algerlega út í hött, jafnvel svo að erlendir fjármálspekingar eiga ekki orð um vitleysuna. Það er þetta sem er aðför að lífeyrissjóðunum!!
Leiðrétting húsnæðislána á ekki að koma neitt við sjóðina. Stæðstan hluta þeirra fengu þeir með miklum afslætti frá Seðlabankanum. Nú ætla þessir menn, sem hafa yfirtekið sjóðina, að nota þennan mismun til að greiða niður óráðsíu sína!!
Launþegar eru eigendur að því fé sem lífeyrissjóðirnir geima. Því er alveg með ólíkindum að atvinnurekendur skuli hafa tagl og haldir í stjórnum þeirra!!
Aðför að lífeyrissparnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjartanlega sammála
Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.10.2010 kl. 22:36
Svo gengu þessir glæpamenn svo langt að þeir notuðu bótasjóði tryggingafélaga í græðgi sinni, þeir munu beita öllum ráðum til að halda þjófagóssi sínu.
Lárus Baldursson, 14.10.2010 kl. 22:53
þetta sama fólk hefur ávaxtað fé sjóðanna og eflt þá í gegnum árin - en gleymum því bara - það hentar einkar vel að taka þína afstöðu - það er svo þægilegt - þá er ekki verið að tala um algjörlega vanhæfa ríkisstjórn á meðan.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.10.2010 kl. 07:18
Ólafur Ingi, hefur þú kynnt þér sögu lífeyrissjóðanna?
Gunnar Heiðarsson, 15.10.2010 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.