Stjórnin dregur fólk á asnaeyrunum!

Stjórnin teygir lopann. Vandræðagangurinn og ósamstaðan innan stjórnarliðsins er með ólíkindum. Til að tefja fyrir því óhjákvæmilega eru haldnir fundir og settar nefndir. Niðurstaðan er er lítil sem enginn.

Hluti stjórnarandstöðunar tekur þátt í vitleysunni, væntanlega telja þau sig vera að gera gagn en ógagnið er þó meira. Meðan stjórnin getur platað andstöðuna á fundi skeður ekkert á meðan.

Ef vilji stjórnarinnar væri til að gera eithvað af viti hefði hún óskað eftir tillögum frá öllum aðilum straxá fyrsta samráðsfundinum. Nú er liðin ein og hálf vinnuvika frá þeim fundi, sá tími hefur farið í ekki neitt. Nú loks á að fara skoða tillögur stjórnarandstöðunnar, tillögur sem stjórnvöld ættu að vita um hvað eru. Væntanlega mun svo fara minnst tvær vikur í að skoða þær nánar áður en stjórnin gefur út að þær séu ekki að hennar skapi.

Stjórnarandstaðan á að draga sig strax út úr þessum viðræðum. Hver dagur sem líður án þess að boðað verði til kosninga þíðir að fleiri komast í fjárhagsleg vandræði.

Það er ekki vilji hjá núverandi valdhöfum að gæta réttar almennings, því mun ekkert ske fyrr en kosið hefur verið nýtt þing. Því fyrr sem sú ákvörðun er tekin, því fyrr má búast við lausn mála.

 


mbl.is Engin lausn í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband