Að kenna öðrum um eigið vanhæfi!!
4.10.2010 | 22:01
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra reyna bæði að varpa ábyrgð yfir á bankana. Hver var það sem einkavæddi bankana? Hver hefur staðið með þessum stofnunum, jafnvel þó þær hafi verið dæmdar sekar um lögbrot?
Það er aumt að kenna öðrum um eigið getuleysi. Það er aumt að viðurkenna ekki eigin vanmátt.
Ríkisstjórnin ákvað að einkavæða bankana aftur á þeim tíma þegar enn var óljóst hvernig leysa ætti vanda fjölskyldnana, þegar enn var óljóst hvert lögmæti gengisbundinna lána væri. Ríkisstjórnin ákvað að einkavæða bankana með hraði og flausturskap, væntanlega vegna skipana frá AGS. Nú reynir þessi sama stjórn að kenna bönkunum um! Það er undarlegt að vinstristjórn telur að einkafyrirtæki sé betur til þess fallið að koma fólkinu til hjálpar. Ekki er hægt að líta það öðrum augum en uppgjöf á vinstri stefnunni, að þau séu að viðurkenna að einkageirinn sé betur til fallinn að koma málum til betri vegar.
Jóhanna sagði að hún væri til í að stíga til hliðar. Já takk Jóhanna!!
Bankarnir hafa dregið lappirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir með þér Gunnar og segi já takk Jóhanna, en ég hef þá trú að S. Steingrímsson hafi sett lím á stólin svo hann geti haldið áfram að prummpa í hann fram yfir áramót.
Það er svo um hugsunarvert að hjá nágrana S.J S. þá heirðist upp úr klósettinnu bull. bull. bull og svo kom skein, skein, skein en þá kom Jóhanna og sagði, Nei Stiengímur þú verður að hætta að bruðla með klósetpappírinn.
pp á framtíðinna að vinstri einkavæðing er að heyra mun skárri en frá hægri.
Hrólfur Þ Hraundal, 4.10.2010 kl. 23:09
Slæmt að hún skyldi segja þetta - hún er ekki vön því að standa við loforð -
Hitt er annað - hún er kanski búin að fatta það að hún er ekki bara óhæf og ófær hún er stór skaðleg.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.10.2010 kl. 23:32
Loka oðr þín eru staðreynd málsins Ólafur Ingi.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.10.2010 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.