Ekki skópu öryrkjar og veikt fólk bankahrunið!
29.9.2010 | 09:51
Guðmundur Ingi Kristinsson er bjartsýnn maður. Hann bindur vonir við opnn fund með Guðbjarti Hannessyni um miðjan mánuðinn! Guðbjartur er ágætur maður en hann verður að lúta vilja Steingríms og Jóhönnu. Ef hann gerir það ekki verður honum sparkað úr ríkisstjórn.
Það er rétt sem Guðmundur segir, VG hafa svikið öll sín kosningaloforð. Hann gleymir þó einu stóru atriði, ESB aðlögunarferlinu, þar er verið að eyða miklum fjármunum sem betur væri varið í velferðaþjónustuna. Steingrímur samþykkti þetta til þess eins að koma á hinni "tæru vinstristjórn". Með þessari samþykkt og með því að þvinga nógu marga þingmenn VG til að samþykkja það, braut hann eitt stæðsta kosningarloforðið.
Eitt grundvallar kosningaloforð VG alla tíð hefur verið að standa vörð um velferðarkerfið og þá sem minnst mega sín. Síðastliðið eitt og hálft ár hefur þessi flokkur verið við stjórn en aldrei nokkurn tímann hefur eins verið sótt að þessum hópum. Harðasta hægristjórn hefði aldrei komist upp með slíkt. Hvernig væri ástandið á götum og torgum landsins ef hægristjórn hefði gert það sem núverandi stjórn hefur gert gagnvart þeim sem minnst mega sín? Hvernig væri Steingrímur nú ef hann væri í stjórnarandstöðu og hægri stjórn hefði gert allt það sem hann hefur gert vegna þeirra sem minnst mega sín?
Það dylst engum að efnahgur landsins er slæmur eftir ránsferð nokkurrura manna á bönkum landsins árið 2008. Velferðarkerfið og þeir sem minnst mega sín eiga þó ekki að gjalda þess. Ekki skópu öryrkjar og veikt fólk bankahrunið! Meðan hægt er að sóa fjármunum í ESB aðlögunarferli, meðan hægt er að halda byggingu tónlistarhúss gangandi, meðan stórfé er notað til að halda uppi allt of stóru bankakerfi og meðan stjórnvöld geta ráðið til sín 3500 manns, ætti að vera hægt að halda uppi sómasamlegri þjónustu við öryrkja og veikt fólk. Fátækt er með öllu óásættanleg!
ESB aðlögun er mjög umdeild og varla séð að hagur okkar muni batna við hana. Ástæðan er einföld, Íslendingar eru einfaldlega ekki nógu fátækir á Evrópskan mælikvarða. Til að halda uppi styrkjakerfi og stjórnun ESB þurfa aðildirþjóðirnar að leggja til framlag til ESB. Því þarf ekki stærðfræðing til að sjá að til að fá meira frá ESB en til þess er lagt, þurfa þjóðir að vera fyrir neðan meðaltal allra ESB landa.
Bygging tónlistahússins veitir að vísu hópi fólks vinnu, en hver verður hagnaðurinn af þessu húsi. Fyrst og fremst menningalegur, fjárhagslegur hagnaður verður enginn. Rekstrartekjur munu vart standa undir kostnaði og líkur á að árlegur styrkur frá ríki muni þurfa að koma til. Vissulega má ekki draga úr þeim mennigarlega hagnaði sem þetta hús mun veita, en þegar takmarkað fé er úr að spila þarf að forgangsraða og fresta því sem minnstum skaða veldur.
Bankakerfið er allt of stórt og dýrt í rekstri. Hvað hefur örþjóð eins og Ísland að gera við þrjá stóra banka auk allra annara lánastofnana. Væri ekki betra að hafa færri og geta frekað haldið úti útibúum um landið.
3500 manns hafa verið ráðnir inn í stofnanir ríkisins undanfarið. Vissulega er þetta ágætt fyrir þá sem fengu vnnuna en hvað gefa þessi störf af sér til þjóðarbúsins. Í kreppu eiga stjórnvöld að sýna fordæmi með ábyrgum rekstri, þetta er ekki merki um það.
Ódrengskapur Atlanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flottur pistill takk.
Sigurður Haraldsson, 29.9.2010 kl. 10:25
Halda menn virkilega að Atli Gíslason sé á þingi til að verja litilmagnann!!!!
Nei ríkasti þingmaður landsins er ekki að eyða sínu púðri í slíkan hégóma, hann talar auðvitað þannig og messar eins og prestur yfir hjörð rétt fyrir kosningar um hvað hann hafi ætlað að gera vel við vesalingana en helvítis sjalfstæðismennirnir og framsók og samfylkingin og og og hjakkar platan um hvað aðrir voru slæmir en hann ætlað að vera örlátur og góður.
Sama má segja um flest alla rikisstjórnar þingmennina þeir eyða féi og tíma almennings í einskisnýtt þras um keisarans skegg og hver fékk að fara í fleiri kokteilpartý og reyna að koma af sér ábyrgð fyrir eigin getuleysi.
Sveinn (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.