Hræsni
29.9.2010 | 08:59
Sigurplast er fyrirtæki sem í áratugu hefur verið rekið af skynsemi. 334 miljóna króna lán stökkbreyttist í 1,1 miljarð. Það sér hver maður að ekkert fyrirtæki ræður við slíkan bagga.
Það er alveg ljóst að við söluna á þessu fyrirtæki mun bankinn ekki fá þetta lán til baka, hann má þakka fyrir að fá sem svarar upphaflegri upphæð lánsins. Þetta hljóta stjórnendur bankans að gera sér grein fyrir. Hvers vegna er þá ekki hægt að komast að samkomulagi um niðurfellingu hluta lánsins, þannig að núverandi eigendur geti haldið því?
"Bankinn mun kynna nýja tilhögun á rekstri Sigurplasts nánar ef samkomulag næst við skiptastjóra félagsins." Hvað er það sem bankinn getur gert betur en þeir sem hafa rekið fyrirtækið í fimmtíu ár?
Arionbanki hjálpar gjaldþrota mönnum sem stóð hér í framlínu bankahrunsins. Þeir fá eignir sínar á silfurfati, felldar niður skuldir og í þokkabót "starfslokasamninga" upp á yfir hundrað miljónir.
Þegar ábyrgir menn sem hafa rekið fyrirtæki sín með sóma í áratugi þurfa aðstoð er hurðinni skellt á nefið á þeim!
Er bankinn kannski að fella fyrirtækið svo hann geti gefið einhverjum vildarvini það?
Arion banki segist vilja endurreisa Sigurplast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gunnar við þurfum að heimsækja þessa mafíustofnun og láta heyra í okkur það virkar en að blogga fram og aftur er ekki að virka þar hlusta fáir!
Sigurður Haraldsson, 29.9.2010 kl. 09:08
En hvers vegna skildi Arion banki ekki vilja vinna með núverandi eigendum Sigurplasts og reyna að fá eins mikið og hann getur tilbaka af láninu? Eru þessi eigendur alveg heiðarlegir og með hreina samvisku gagnvart þessu máli? Afhverju ætti bankinn ekki að vilja vinna með þessum eigendum eins og eigendum annarra fyrirtækja? Hvað segir svo starfsfólkið hjá þessu fyrirtæki, er það alveg sátt við núverandi eigendur? Getur verið að þeir séu ástæðan fyrir þessari ákvörðun Arion banka?
Ég allavega vil velta þessu fyrir mér áður en ég tek mér þá afstöðu að þessir núverandi eigendur Sigurplasts séu einhverjir englar.
Trausti Þór Karlsson, 29.9.2010 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.