Kjósum um áframhaldandi aðlögunarferli!!

Er eitthvað að marka þessa skoðanakönnun? Ef Mogginn birti könnun sem segði hið andstæða, er hætt við að ESB sinnar myndu hrópa "Moggaáróður!"

Í svona máli, þar sem ákveðinn fjölmiðill skipa sér á bekk með öðrum deiluaðilanum er skoðanakönnun sem hann framkvæmir varla marktæk.

Það er í það mynnsta ákaflega undarlegt ef slík breyting hefur orðið á fylginu við aðlögunarferlið. Það koma hvejar fréttirnar af öðrum um vandræðin í ESB, endanlega hefur verið staðfest að ekki verði um neinar varanlegar undanþágur að ræða og í gær kom svo hótun frá fjármálaráðherra Þýskalands um að taka atkvæðaréttinn af þeim þjóðum ESB sem ekki gerðu eins og Þjóðverjar vilja! Að vísu kom sú frétt eftir að Fréttablaðið gerði "könnunina".

Eitt er þó gott við þessa skoðanakönnun, Samfylkingin ætti ekki að vera á móti því þó þjóðin fá að kjósa um áframhaldandi aðlögunrferli. Slík kosning gæti farið fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings. Þar til kosnig hefur farið fram yrði að fresta öllum aðgerðum til þóknunar ESB.

Einungis kosning er marktæk, einungis kjósendur geta ákveðið þetta!

 


mbl.is Meirihluti vill ljúka viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband