Hefur Ingibjörg eitthað að fela sem ekki hefur komið fram ennþá?
24.9.2010 | 21:05
Ég hef haft þá skoðun að ekki eigi að draga þessa fjóra ráðherra fyrir dóm, ég hef talið að fjöldi annara mála ætti frekar að hafa forgang í þinginu. En nú er ég farinn að efast.
Ástæðan er einkum framganga Ingibjargar Sólrúnar. Hún beitir sömu aðferð og vinur hennar Jón Ásgeir, æðir áfram með hávaða og látum og reynir að réttlæta gerðir sínar. Slíkt gerir fólk ekki nema það sé að reyna að fela eitthvað. Sagt er að sókn sé besta vörnin, það gekk eftir hjá Jóni Ásgeir í Baugsmálinu, ekki er þó víst að það komi að gagni hjá Ingibjörgu. Að minnsta kosti er henni að takast að snúa mér á braut þeirra sem vilja ákæra.
Ekki nóg með að hún reyni að sanna sakleysi sitt, heldur ásakar hún samráðherra sína og allan þingflokk Samfylkingar. Hún hefur að vísu ekki enn áskað mág sinn en það hlýtur að koma líka. Hún ætlar greinilega að taka eins marga með sér í fallið og hún getur, skiptir þar einu þó öll Samfylkingin falli.
Ekki mun ég sakna Samfylkingar, en þetta er þó aðeins of mikið af því góða.
Skrifaði undir fyrir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gæti verið að farið sé að volgna undir heilagri Jóhönnu?
Hrusinn (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 21:23
Þarna koma fram upplýsingar sem ég hef aldreigi heyrt. Ef enginn annar hefur heyrt af undirritun Ingibjargar fyrir Jóhönnu, þá verður að telja þetta vera mikilvæga frétt.
Við sjáum því að bara umræða um ákærur gegn ráðherrum í Þingvallastjórninni er farin að skila almenningi upplýsingum. Hugsið ykkur ef allir ráðherrarnir 12 kæmu fyrir Landsdóm og Saksóknari Alþingis fengi tækifæri til að yfirheyra þá. Er ekki líklegt að ýmislegt nýtt kæmi upp á yfirborðið ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 24.9.2010 kl. 21:31
Um Ingibjörgu Sólrúnu "in memorian" má segja það að hér sannast máltækið sem aldrei fyrr að:
"SÖK BÝTUR SEKAN" !
Og svívirðan ein að reyna nú þegar alla lygina þrýtur að reyna þá að koma sektinni og ræfildóminum á sitt eigið samstarfsfólk, opinberar enn og aftur heigulsháttinn og lágkúruna hjá þessari Hrunkerlingu Íslands númer 1°.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 22:10
Mér skildist á einhverjum tíma að landsdómur væri til þess hugsaður að gefa færi á að losna við þjóðhættulega ráðherra, en ekki endilega bara þá sem þegar væru hættir eða dauðir.
En trúlega hef ég skilið þetta vitlaust eins og svo margt annað.
En Ibba Solla er náttúrulega bara norn, og því mun hættu minni en vinkona hennar og varaskeifa sem við oss blasir nú sem flón, sem ekki er hægt að lostna við.
Heigullinn fláráði, Steingrímur er þar styrkasta skástífan við flónið enda ætlar hann að prumpa í þennan stól þar til yfir líkur, vitandi það að hann kemst aldrei upp í hann aftur.
Ö. Skarphéðinsson væri klárlega búið að dæma útlægan af Íslandi ef slíkir dómar væru gerlegir og þjóðin réði.Hrólfur Þ Hraundal, 24.9.2010 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.