Sagnfræðingurinn Jóhanna Sigurðardóttir

31164 Jóhanna Sigurðardóttir á erfitt með að viðurkenna sinn þátt í bankahruninu. Hún heldur því fram að einkavæðing bankanna, hin fyrri,  sé aðal orsökin.

Hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna er kannski ekki til að hrópa húrra fyrir, hvernig mál síðan þróuðust eftir það var enn verra.

Að halda því fram að hruninu sé einkavæðingunni að kenna er náttúrulega út í hött. Hrunið er að sjálf sögðu fégræðgi þeirra sem yfir bankana komust og aðgerðum þeirra að kenna. Inn í það spilar svo frekar lélegt lagaumhverfi og breyskleiki stjórnmálamanna og eftirlitsaðila.

Það má allt eins segja að EES samningurinn sé orsök hrunsins. Að minnsta kosti var hann og þau lög sem við þurftum að taka upp samkvæmt honum, forsenda fyrir einkavæðingu bankanna. Flokkur Jóhönnu undir stjórn, Jóns Baldvins, á allann heiðurinn að þeim samning og á einnig allan heiður á því að þjóðin fékk ekki að segja sitt álit á honum.

Hvernig staðið hefur verið að upptöku hinna ýmissa laga of tilskipana EES er til skammar. Það var tekið upp allt sem okkur var sent, ekkert skoðað að viti hver áhrifin hér yrðu og því síður að reynt væri að fá undanþágur frá tilskipunum eða lögum á grundvelli aðstæðna hér. Einu undantekningarnar frá þessu var þegar hagsmunaaðilar gátu í tíma komið því að hjá stjórnvöldum að nauðsynlegt væri að að fá undanþágur. Frumkvæðið kom aldrei frá þingi eða stjórnvöldum.

Svo þegar þessar tilskipanir eða lög höfðu verið innleidd var ekkert spáð í að rétta lagaumhverfið hjá okkur að þeim.

Breyskleiki stjórnmálamanna hefur í gegn um tíðina verið mikill. Poppulismi hefur einkennt störf flestra og er hætt við að svo muni verða áfram. Því er varla hægt að tína til eitt sérstakt dæmi og segja að öðru fremur sé orsök hrunsins, hvorki einkavæðing bankann né aðgerðarleysi stjórnvalda síðustu mánuði fyrir hrun, þó þessir hlutir ásamt fjölmörgum öðrum hafi auðveldað fjárglæframönnum verk sitt. 

Ástæða hrunsins er fyrst og fremst vegna aðgerða nokkurra fjárglæframanna. Það er nokkuð ljóst að sama hver aðferðin hefði verið við einkavæðingu bankanna, þessir menn hefðu alltaf náð yfirtökum á þeim. Sést þetta best á því að Baugsveldið átti ekki hlut að upphaflegri einkavæðingu en náði þó tökum á einum bankanna og stórum ýtökum á hinum. Og enn virðist sem sú fjölskylda hafi töluverð ýtök í að minsta kosti einum bankanna, jafnvel þó búið sé að stofna nýjan.

Vegna breyskleika eftirlitsaðila og stjórnmálamanna var verk þessara fjárglæframanna auðveldara, en þeim hefði örugglega tekist verk sitt þó allir eftirlitsaðilar hefðu unnið sitt verka af sóma. Einbeittur vilji til að komast framhjá lögum og það lögræðingastóð sem þessir menn höfðu yfir að ráða, hefði gert þeim það kleift.

Eigendur og stjórnendur bankanna voru fullorðnir menn og áttu að haga sér samkvæmt því, þeir vissu eða áttu að vita hvað var löglegt og hvað ekki. Þeir höguðu sér hinsvegar eins og smábörn yfir sælgætisskál, ekki var hætt fyrr en allt var búið! Það sannast hér að margur verður af aurum api.

Stæðstu mistökin voru hinsvegar strax eftir hrun, þá átti að handtaka alla þá sem áttu og stjórnuðu fjármálastofnunum. Að vísu leifðu lög það ekki, en þing getur breytt lögum eða sett bráðabyrgðarlög. Ef þetta hefði verið gert strax í upphafi og fjármunir þessara manna frystar, væri hugsanlega eitthvað til þeirra að sækja. Í stað þess fengu þeir að leika lausum hala og gátu falið peningaslóð sína auk þess sem enn eru sumir þeirra í viðskiptum og jafnvel stjórnendur fjármálafyrirtækja!

Það er því einföldun forsætisráðherra að ætla að kenn einu atriði um bankahrunið. Allir þingmenn og ráðherrar frá því í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar, þar á meðal Jóhanna, eru sekir um andvaraleysi. Ráðherrar kannski sekari, en fráleitt að hægt sé að tiltaka einhven sérstakan.

Það sorglegasta er þó að núverandi stjórnvöld hafa valið að nota bankahrunskýrsluna til að leita að sökudólgum, þá einkum innan pólitískra andtæðinga, í stað þess að nota þessa ágætu skýrslu til að breyta og bæta stjórnsýsuna. Sníða þá vankanta af sem skýrslan bendir á og laga vinnubrögðin. Núverandi stjórnvöld vinna samkvæmt því sem mest er gagnrýnt í skýrslunni, þ.e. þegar þau á annað borð koma sér saman um eitthvað, sem heyrir reyndar til undantekninga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband