Þórunn Sveinbjarnadóttir
2.9.2010 | 10:11
Á visir.is er frétt sem fjallar um ýmis miðurgóð ummæli þingmanna og ráðherra. Tilefni fréttarinnar eru þau ummæli sem Þórunn Sveinbjarnadóttir lét frá sér í beinni útsendingu í gær.
Fyrst eru tekin fyrir hin frægu orð núverandi forseta, þáverandi þingmanns um "skítlegt eðli forsætisráðherra" sem á þessum tíma (1992) var Davíð Oddson. Þessi ummæli hafa í gegn um tíðina bitnað mest á Ólafi sjálfum og hafa menn verið duglegir við að nú þeim honum um nasir.
Næst er fjalllað um það þegar Össur þóttist heyra Árna Johnsen hrista hausinn, en þetta sagði Össur þegar verið var að ræða um vegamál á þingi árið 1995. Ummæli Össurar segja meira um hann en Árna, þau koma, eins og svo mörg ummæli Össurar, þegar hann reynir að vera fyndinn, beint í bakið á honum sjálfum.
Þá er rifjuð upp orð Steingríms J. þegar hann sagði: Ég hlýt að líta svo á og það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig." Það er vonandi að Steingrímur mynnist þessara orða og þori sjálfur að standa við sín stóru orð!
Davíð Oddson, þá utanríkisráðherra sagði: En Samfylkingin er eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur þess vegna ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta." Um þetta er fátt að segja.
Þessi ummæli sem að framan eru nefnd féllu flest á þingi og eru öll á milli andstæðinga þar. Um það er fátt að segja annað en að barnaskapur og vanþroski hefur oft verið látinn ná yfirhöndinni. Mörg ummæli sem þessi má finna gegn um sögu þingsins. Það sem menn segja í hita leiksins þar er varla fréttnæmt, þó menn hafi viljað halda minningu sumra þessara ummæla við.
Það sama verður ekki sagt um eftirfarandi ummæli.
Fræg er setning forsetans okkar: You ain't seen nothing yet." Þessi orð hafa verið gerð að nokkurs konar einkennisorðum Ólafs Ragnarssonar. Þegar skoðað tilefni þeirra og stöðuna í dag eru þau gjörsamlega út úr kortinu, jafnvel á þeim tíma sem þau féllu voru þau mjög óviunnandi. Ólafur lét þessi orð falla þegar Avion Grup opnaði í Bretlandi árið 2005! Þarna var þjóðhöfðingi að tala til heimsbyggðarinnar!
Í mars 2010 gaf Þráinn Bertelson það út í viðtali á Bylgjunni að 5% þjóðarinnar væru fábjánar. Í flestum siðuðum þjóðfélugum hefði maður sem slík ummæli lætur frá sér fara verið rekinn af þingi samstundis! Enginn með fullu viti segir slíka vitleysu opinberlega, hvorki þingmaður né nokkur annar. Þessi ummæli Þráinns eru honum til ævarandi skammar og minnkunar. Dómgreyndarleysi hanns var svo algert þegar hann svo síðar reyndi að réttlæta orð sín í fjölmiðlum.
Geir Haarde sagði um Helga Seljan á blaðamannafundi í Iðnó í október 2008: Hann er algjört fífl þessi maður, og dóni sko." Vissulega óviðunnandi, jafnvel þó um ágengann blaðamann væri að ræða og jafn vel þó hann héldi að búið væri að slökkva á hljóðnemanum. Svona segja menn einfaldlega ekki opinberlega, ekki þingmenn og alls ekki ráðherrar!
Ummæli Þórunnar í gær má kanski flokka sem óviðeigandi ummæli, þó er hún ekki að ráðast eða hóta neinum, hvorki einstaklingi né hóp. Það getur vissulega verið þreytndi þegar menn ýtrekað eru að trufla viðtöl og ekki skrítið þó þingmenn verði þreyttir. Nú er ég einn af þeim sem á ákaflega erfitt með að sjá nokkuð gott við Samfylkinguna, tel reyndar að sá flokkur sé á góðri leið með að fremja landráð. Því fagna ég hverju því sem sem hægt er að setja út á út á störf og aðgerðir þingmanna flokksins. Þessi ummæli Þórunnar get ég þó ekki með nokkru móti nýtt mér í þeim tilgangi. Viðbrögð hennar í kjölfarið gera hana að enn meiri manni.
Gangi þér allt í haginn Þórunn Sveinbjarnardóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.