Öfgatrú að hætti öfgamúslima!
21.8.2010 | 15:24
Menn sem láta þvílíka og aðra eins vitleysu út úr sér, eins og Geir Waage gerir í þessari frétt, eiga varla tilverurétt í siðuðu samfélagi!
Þetta er ekkert annað en öfgatrú, samskonar kennifræði og öfgasinnaðir múslimar nota. Það er snúið út úr trúnni í allar áttir og hellst til hagsbóta fyrir öfgatrúarpredikarana sjálfa!
Hvar kemur það fram í kenningu kristninnar að heimilt sé að misnota börn? Hvar kemur það fram í kenningu kristninnar að halda beri hlífiskyldi yfir ofbeldismönnum, jafnvel barnaníðingum?! Hvar kemur það fram í kenningu kristninnar að þagnarskylda yfir barnaníðingum sé æðri en heill barnanna?
Ef þessir blessaðir menn ætla að mistúlka kristna trú á slíkan voða hátt er hætt við að fylgi trúarinnar eigi eftir að minnka enn frekar! Hingað til hefur maður haft á tilfinningunni að um mjög þröngur og takmarkaður hópar presta aðhylltust slíka öfgatrú, en nú er maður verulega farinn að efast!
Í viðtali lætur biskip út úr sér að ekki sé mannfólksns að dæma! Nú segir Geir Waage að prestar geti ekki og eigi ekki að fara að landslögum, þeim beri að hlýða guði. Eru þessir menn alveg búnir að tapa glórunni?!
Prestar geta algerlega hlýtt guð og farið samt eftir landslögum. Að minnsta kosti trúi ég ekki að mín barnatrú segi að barnaníðingar séu hærra settir fyrir guði en börnin sem fyrir þeim verða!
Ef það er raunin þarf ég að endurskoða mína trú!!
Þagnarskyldan er algjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bíddu aðeins... Þú skalt athuga það að kóran er einmitt byggður á biblíu... bækurnar og trúin eru mjög svo keimlíkar.
Biblían mælir hreinlega með nauðgunum... Eitt dæmi; Maður nauðgar stúlku.. ekkert vandamál, hann þarf bara að fara og borga pabba hennar 50 silfurbúta.
Biblían mælir einnig með því að hafa kynlífsþræla...
Bottom læn: Það er ekki hægt að ráðast að múslímum og tala svo um biblíu og kristni sem eitthvað allt annað... þetta er sami hlutur, sami guð, 2 bækur með sama sniði, sömu sköpun og sama hrylling
doctore (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 15:52
"Hvar kemur það fram í kenningu kristninnar að heimilt sé að misnota börn? Hvar kemur það fram í kenningu kristninnar að halda beri hlífiskyldi yfir ofbeldismönnum, jafnvel barnaníðingum?! Hvar kemur það fram í kenningu kristninnar að þagnarskylda yfir barnaníðingum sé æðri en heill barnanna?"
Þetta er nákvæmlega það sem ég ætlaði að benda á að væri hvergi að finna í kenningu Krists.
halkatla, 21.8.2010 kl. 17:11
Við skulum hætta þessu fjasi piltar og stúlkur og snúa okkur að því að losa okkur við trúfélög útúr okkar nútíma stjórn kerfi og rækta það til ærlegheita . Það er öllum heimilt að þegja eða segja en dómurinn fellur á þann sem hylmir.
Hrólfur Þ Hraundal, 22.8.2010 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.