Landsbyggðarskattur!!

FÍB reiknar út 15,45 kr. hækkun á lítra, væntanlega er sú hækkun fundin til að auka tekjur ríkissjóðs um 0,25% af vergri landsframleiðslu.

Í tillögum AGS segir að hækkun á eldsneyti eigi að skila þeirri hækkun eftir auknar niðurgreiðslu á almenningssamgöngum. Ekki kemur fram hversu miklar þær eigi að vera, en ljóst er að verð á eldsneyti mun hækka töluvert meira!

Þar sem almenningssamgöngur munu njóta niðurgreiðslna vegna þessarar hækkunar er ljóst að á þeim svæðum sem slíkar samgöngur eru til staðar, mun notkun einkabílsins minnka töluvert. Því litlar líkur á að hækkunin muni skila sér.

cartoon_fuelAnnars staðar á landinu mun þetta leggjast á fólk af fullum þunga og ef ætlunin er að dekka þessi 0,25% þarf sennilega að hækka eldsneytið enn meira, til að vega upp minni notkun á þeim svæðum sem hafa almenningssamgöngur.

Nú er það svo að á landsbyggðinni er einkabíllinn ekki lúxus, heldur nauðsyn! Fólk hefur ekki annan möguleika til að sækja vinnu, versla brýnustu nauðsynjar, sækja læknishjálp og fleira. Því mun þessi skattur virka sem landsbyggðarskattur!!

 


mbl.is Eldsneyti myndi hækka um 15,45 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Gunnar þetta er eins og ein segir hérna á blogginu ÞETTA ER BILUN Í BEINNI...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.7.2010 kl. 22:10

2 identicon

Vil bara benda á að ef allir á höfuðborgarsvæðinu mundi nota almenningssamgöngur myndi það kerfi hrynja... það ber varla fjöldinn sem notar það eins og er.

Svo er innanbæjarakstur dýrari en utanbæjarakstur.

Svo er annað að mér finnst bensínið nógu dýrt fyrir hvort sem þú sért frá Reykjavik eða ekki og algjör bilun að hækka bensinverð.

Heiða (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 22:22

3 identicon

Fyrirgefðu, sá ekki athsemdina um að setja fullt nafn, en er hér með leiðrétt ;)

Heiða Guðnadóttir (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 22:25

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég hætti að komast til að mótmæla með ykkur það er að verða svo dýrt

Sigurður Haraldsson, 14.7.2010 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband