Rétt forgangsröðun?
11.7.2010 | 11:21
Eru Vaðlaheiðagöng sú samgöngubót sem mestu skiptir fyrir okkur Íslendinga? Væri ekki réttara að koma Seyðisfirði í vegsamband við Ísland?
Um Seyðisfjörð fara þúsundir bifreiða á hverju ári, flestir bílstjóra þeirra eru erlendir ferðamenn sem aldrei hafa ekið á malarvegum, hvað þá fjallvegum. Fjarðarheiði er ein af okkar erfiðustu leiðum, þar þarf allur þessi floti erlendra ferðamanna að fara yfir. Það hefur marg oft legið við stórslysum á þessum fjallvegi og ekki spurning um hvort heldur hvenær þarna verður slys, í líkingu við þau rútuslys sem algeng eru í þriðjaheimslöndum.
Um Víkurskarð var lagður dýr og mikill vegur fyrir nokkrum árum, þessi vegur þjónar sínum tilgangi vel þó snjóþungt sé á honum stundum á veturna.
Um Fjarðarheiði liggur vegur sem hefur verið endurbættur nokkuð síðustu ár, en er að grunni sami vegur og var þegar enn var ferðast yfir Vaðlaheiðina. Fjarðarheiðin er þar að auki svo há að ekki er óalgengt að þar geri snjó og hálku um mitt sumar!
Aðal röksemd þeirra sem vilja Vaðlaheiðagöng eru að þau muni verða látin borga sig sjálf að mestu. Hvernig á það að gerast? Gjaldtaka mun skila einhverju, kannski fyrir hluta af vöxtum, en aðallega mun þetta koma sem ákveðið gjald frá ríki til rekstraraðila. Semsagt skattfé, þar að auki mun ríkið eiga 51% í rekstrarfélaginu. Það er verið að plata fólk, þessi göng munu verða borguð að fullu úr ríkissjóði. Því ber öllum þeim sem taka ákvörðun um þessi göng, skylda til að meta það alvarlega hvort þau eigi að hafa forgang umfram önnur.
Eini tilgangur þessarar gangna er að stytta leiðir til og frá Akureyri, sömu rök og eru fyrir breytingu vegar um Húnavatnssýslu.
Akureyri er ekki miðdepill alheimsins, og þjóðvegir Íslands eru ekki lagðir fyrir Akureyringa eina. Þeir eru fyrir þjóðina!! Alla!!
Varðandi þau rök að um atvinnuuppbyggingu sé að ræða, sé ég ekki að það skiptir máli hvor göngin verða á undan. Þar að auki eru litlar líkur á að þessi framkvæmd verði í höndum innlendra verktaka. Stjórnvöld hafa þegar með aðgerðarleysi og skattpíningu saumað svo að verktakafyrirtækjum landsins, að þau hafa varla bolmagn til að bjóða í stórar framkvæmdir. Því eru meiri líkur enn minni á að erlend stórfyrirtæki fái þessar framkvæmdir og komi með sitt eigið vinnuafl með sér!!
Unnið að fjármögnun Vaðlaheiðarganga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Gunnar,,,,,rétt er það að Fjarðarheiðin er mikil þröskuldur og ekki þekki ég mikið til þarna fyrir austan en þó held ég að Heiðin sé mesti þröskuldurinn yfir vetrartímann eins og Víkurskarðið er,,,,,Mikill misskylningur að Vaðlaheiðargöng sé fyrir Akureyringa þau eru fyrir alla þá sem búa austan Vaðlaheiðar alltsvo til hægðaraukningar þar með talið fólkið fyrir austan,,,,,því oft kemur það fyrir að Vaðlaheiðinn lokast og leið tvö austur um líka sem er um Dalsmynnið og þá er formlega engin leið fær austur á land fra Akureyri nú eða frá Egilsstöðum til Akureyrar svo dæmi séu tekin,,,Vaðlaheiðargöng stórbæta umferðar öryggi á þessu svæði bara með tilliti til Sjúkraflutninga,,,oft hefur þurft að brjótast yfir Víkurskarðið með veikt fólk til að koma því á sjúkrahús á Akureyri nú eða í sjúkraflug frá Akureyri.Vegurinn um Víkurskarð var vissulega stórkostleg vegasambót á sínum tíma en gættu að þessi nokkur ár þín eru orðinn 23 ár og verða ju sennilega farin að nálgast 30 árin mjög áður en þessi göng verða kominn
Víðir L Hjartarson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 14:27
Árin eru fljót að líða. Það er ótrúlegt að komið skuli á þriðja áratug síðan Víkurskarðsvegur var lagður.
Ekki efast ég um að göng í gegn um Vaðlaheiði er mikil samgöngubót, ég var einungis að velta því fyrir mér hvort ekki væri meiri þörf á göngum undir Fjarðarheiðina, og hvort þau göng ættu ekki að vera í forgang.
Gunnar Heiðarsson, 11.7.2010 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.