Skömm samfylkingar
10.7.2010 | 21:13
Enn sannast skömmin upp á samfylkinguna! Nú er komið í ljós að ráðuneyti undir stjórn samfylkingar hjálpaði Magma Energy að krækja fyrir íslensk lög!
Skömm þessa flokks ætlar engann endi að taka.
Það eru öll stjórnmálaöfl á íslandi sammála um að auðlindirnar okkar eiga að vera fyrir þjóðina. Mismunandi áherslur eru um með hvaða hætti, en grunnurinn er eins hjá öllum. Leiga á yfirráðarétt á stóru háhitasvæði er í sjálfu sér afsal, sér í lagi þegar um er að ræða nokkura tuga ára leigu. Því er ekki hægt að segja annað en að Magma Energy sé komið með yfirráðaréttinn, að minnsta kosti langt fram eftir þesari öld.
Og hvers vegna? Hellstu rökin eru til að fá fjársterka aðila til að fjárfesta hjá okkur fyrir erlent fjármagn. Hvers vegna var þá ekki kannað í upphafi, þó ekki væri nema þetta tvennt?:
Hversu stórt fyrirtæki var Magma Energy áður en það keypti sinn fyrsta hlut í HS Orku?
Hversu mikla fjármuni ætlaði Magma Energy að koma með inn í landið við þessar fjárfestingar?
Svar við þessum spurningum er meðal annars hægt að finna í bloggi Jennýar Stefaníu Jensdóttir, en hún skoðaði þessi mál nokkuð í vetur og bloggaði um það.
Það er ljóst að Magma Energy var örfyrirtæki áður en það hóf fjárfestingar hér, stærð þess og veldi byggist fyrst og fremst á eign þeirra í HS Orku. Það er einnig ljóst að Magma Energy hefur ekki komið með erlent fjármagn inn í landið, stæðsti hlutinn af þessari fjárfestingu þeirra eru innlend lán, sum þeirra kúlulán! Hljómar kunnuglega?!
Þetta er samfylkingin að styðja, það kemur svo sem ekki á óvart, samfylkingin stefnir hvort eð er að því að eftirláta erlendum öflum yfirráð yfir landinu. Þetta harmonerar við það.
Skömm þeirra virðist engan endi ætla að taka!!
![]() |
Vill fund um Magma í iðnaðarnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hriklalegt, en þetta hugnast líka Sjálfstæðismönnum
Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 21:25
Ég verð að taka undir það hjá þér Finnur, þetta hugnast einnig mörgum sjálfstæðismanninum, enda fulltrúi þeirra aðalgerandinn. Það er einnig skömm af því að sennilega er hægt að finna fólk í öllum flokkum sem hugnast þessi aðgerð.
Það var og er kannski enn, í valdi samfylkingarráðherra að stoppa þessa vitleysu.
Almennir kjósendur, sama í hvaða flokki þeir eru, skilja ekki svona rugl og láta ekki bjóða sér það!!
Gunnar Heiðarsson, 10.7.2010 kl. 22:09
Þessi nefnd sem ákvað þetta eða gaf grænt ljós á kaupin, ber að túlka lögmæti kaupa sem þessara. Enginn löglærður þó í þessari nefnd, svo ég best viti, en eflaust hefur hún fengið til sín löglærða menn til þess að meta fyrir sig vafaatriði, ef einhver voru.
Það eru lög 34/1991, sem farið er eftir. Lög sem eflaust hafa verið með þeim siðustu, sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar kom í gegnum þingið fyrir kosningar 1991, eða með fyrstu lögum sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks komu í gegnum þingið. Líklegra finnst mér þó að þessi lög séu frá seinni stjórninni sem ég nefni, vegna þeirrar vinnu við EES samninginn, sem í hönd fór í framhaldinu. En finnst samt ólíklegt að stjórn Steingríms hafi ekki komið fleiri lögum en í mesta lagi 33, á vorþingi fyrir kosningar.
Lög 34/1991, kváðu á um að þessi nefnd, sem umræðir ætti að fjalla um og taka, nánast óumbreytanlegar ákvarðanir, um mál sem þetta. Lögunum var síðan breytt árið 1998, þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru í ríkisstjórn og var þá lokaákvörðunnartakan í rauninni, færð yfir á Efnahags og viðskiptaráðherra, með öðrum orðum, þá tekur Efnahags og viðskiptaráðherra, ákvörðun að fengnu áliti nefndarinnar.
Kristinn Karl Brynjarsson, 10.7.2010 kl. 22:59
Nákvæmlega Gunnar varðandi stuðning við flokka. Það er svo margt sem sameinar fólk hvað sem flokkhollustu líður.
Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 23:26
Svo virðist það vera svo, miðað við það að þessi nefnd, er eingöngu skipuð 5 fulltrúum, einum frá hverjum flokki sem sæti á þingi, að nefndinni sé ekki ætlað alræðisvald, varðandi þessi málefni.
Nefndin, ef að henni væri ætlað það hlutverk, ásamt því að vera skipuð fulltrúum allra flokka, hefði þá að öllum líkindum verið, að minnsta kosti 7 manna og þá fulltrúi Hreyfingarinnar, aðeins áheyrnarfulltrúi.
Nefndin væri þá líklegast skipuð 2-3 frá Samfylkingu 2 frá Sjálfstæðisflokki og 1-2 frá Vg og einum frá Framsókn, auk áheyrnarfulltrúa Hreyfingarinnar.
Nefnd sem hefur ekki hefur ekki meirihluta fulltrúa stjórnarflokkanna, getur aldrei verið eða orðið nefnd, sem tekur lokaákvarðanir í málum sem þessum.
Kristinn Karl Brynjarsson, 10.7.2010 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.