Kemur ekki á óvart
1.7.2010 | 21:16
Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart.
Ríkisstjórnin mun samt ekki hlusta eða taka tillit til þessa. Ekki frekar en í öðrum málum. Vilji þjóðarinnar skiptir hana ekki neinu máli. Afrekalisti þessarar ríkisstjórnar er með því líkum eindæmum að annað eins er vandfundið. Jafnvel í einræðisríki væri búið að gera valdarán, það er með ólíkindum hvað þessi stjórn fær að vaða uppi í frekjunni og gjörsamlega valta yfir vilja fólksins í landinu.
Tvisvar hefur fólkinu tekist að stöðva ruglið í stjórnvöldum. Fyrst þegar icesave ruglið var stoppað af og síðan með dómi Hæstaréttar um gjaldeyrislánin, þó stjórnin hafi reyndar látið Seðlabankann gefa út yfirlýsingu sem gerir þann dóm ómerkann og brotið stjórnarskrána.
Það þarf að grípa til róttækra aðgerða nú, til að stoppa þetta aðlögunarferli, áður en það er orðið of seint. Meirihluti þjóðarinnar hlýtur að eiga rétt á að á þá sé hlustað!!
Hvernig má það vera að rétt rúmlega 1/4 þjóðarinnar getur kúgað hina undir sig?
Hvers konar réttlæti er það?
Það sem kemur þó mest á óvart að einungis 60% kjósenda Samfylkingar vill aðild. Það kemur hinsvegar ekki á óvart að 75% kjósenda Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eru andvígir.
Aðeins fjórðungur vill í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.