Pétur Blöndal
1.7.2010 | 08:44
Pétur Blöndal hefur verið iðinn við að verja rétt fjármagnseigenda. Hann hefur fullann rétt til þess.
Allir þekkja ást Péturs á peningum og eftir fundinn um daginn vita menn andúð hans á lántakendum. Hann áttar sig ekki á að stæðsti hluti kjósenda hans eru lántakendur.
Pétur hefur verið góður þingmaður, fylginn sér og haft ákveðnar skoðanir. Það verður því slæmt að missa hann af þingi. En það er ekki með nokkru móti hægt að kjósa mann á þing, sem niðurlægir kjósendur sína. Þar fór hann yfir strikið.
Peningaást Péturs er mikil og trú hans á mátt þeirra enn meiri. Mátturinn liggur fyrst og fremst í því "að láta peningana vinna sjálfa", en til þess að það gangi upp þarf einhvern til að borga fyrir afnot af þeim. Því eru lántakendur nausynlegir fyrir Pétur, hann því ekki að gera lítið úr þeim.
Pétur Blöndal ætti frekar að ráðast á þá sem eru að passa aurana hans, það voru þeir sem gerðust brotlegir við lög, það voru þeir sem voru að gambla með aurana hans, það voru þeir sem brenndu upp fjármagnið í landinu. Lántakendur eru sekir að því einu að trú og treysta þessum glæpamönnum.
Pétur Blöndal á því ekki að skammast út í þá sem borga honum fyrir afnot af aurunum hanns, hann á að skammast út í gæslumennina!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.