Brot á stjórnarskrá
30.6.2010 | 12:15
Í fimmta kafla 60. grein segir m.a.: "Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda."
Í 61. grein segir m.a.: "Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum."
Það er ljóst að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið gerðust brotleg við stjórnarskrá.
Auk þess er ljóst að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið gerist brotlegt við 36. grein laga nr.7/1936 og neytendaverndartilskipun 93/13/EBE.
Ofan á allt þetta taka Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið einhliða ákvörðun, án alls samráðs við hagsmunasamtök eða lögbundna eftirlitsaðila.
Er nema von að maður spyrji hvort verið sé að leggja niður dómsvaldið í landinu?!!
Einhliða aðgerð án alls samráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gerðust líka brotleg við almenn hegningarlög með því að hvetja aðra til að lögbrota. Við slíku liggur refsing, allt að 6 ára fangelsisvist!
Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2010 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.