Villi er góður!
29.6.2010 | 15:29
Vilhjálmur Birgisson lætur að sér kveða. Að vanda er hann ekkert að skafa af hlutunum og segir þá eins og þeir eru.
Betur væri ef fleiri fulltrúar launafólks væru jafn harðir í að standa að baki sínum umbjóðendum og verja rétt þeirra. Ekkert hefur heyrst frá öðrum forkólfum launafólks, sennilega eru þeir að bíða eftir leyfi frá ASÍ.
Það er öllum hollt að skoða aðeins heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness, þar sést að Vilhjálmur situr ekki auðum höndum og "skoðar naflann sinn".
http://vlfa.is/default.asp?Sid_Id=9930&tId=2&Tre_Rod=&qsr
Segir sveiattan" við málflutningi Gylfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heill og sæll; Gunnar !
Vilhjálmur Birgisson; er afbragð annarra, núlifandi Íslendinga.
Gegnheill land; og þjóðvinur.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 15:54
Ekki stökkbreyttust innistæður eins og útlán!
Hver ætlar að hirða mismuninn?
Sigurður Haraldsson, 29.6.2010 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.