Hagfræðingur í Nýju Jórvík tjáir sig um lögfræði

Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia háskóla kemst að þeirri niðurstöðu að íslensk lögfræði sé á villigötum. Það er algengt þegar menn fá ekki sínum vilja framgengt, að þeir færi fram slík rök. Jón er hagfræðingur en ekki lögfræðingur.

Þau dæmi sem hann setur fram eru reyndar svo barnaleg að vart er hægt að svara þeim, hann býr til ýmis dæmi sem fjalla um að ekki þurfi að greiða til baka það sem lofað er. Það er enginn sem hefur haldið því fram að ekki eigi að greiða til baka það sem að láni var tekið. Allra síst dómur hæstaréttar.

Lántakendur verða að greiða til baka höfuðstól lánsins með þeim vöxtum sem á því eru. Gengistryggingin fellur hinsvegar niður.

Jón segir ennfremur að klárt mál sé að lánveitandi hefði aldrei fallist á ca. 3% vexti af íslensku láni, það má rétt vera, en það hefðu lánafyrirtækin átt að skoða áður en þau ákváðu að lána ólögleg lán!

Það er alveg jafn klárt að flestir þeir sem tóku lán bundin við erlenda gjaldmiðla, hefðu aldrei tekið jafn há lán ef þau væri verðtryggð. Það var fyrst og fremst vegna ráðlegginga frá bönkunum sjálfum sem fólk tók þessi lán, á þeim tíma var orðstír bankanna enn nokkuð góður og fólk treysti ráðleggingum frá starfsmönnum þeirra.

Þó hagfræðingi suður í Nýju Jórvík eða jafnvel hér heima á Fróni, þyki dómur hæstaréttar undarlegur, skiptir það engu máli. Hæstiréttur dæmir eftir íslenskum lögum. Það væri að æra óstöðugan ef breyta ætti íslenskum lögum í hvert sinn sem einhverjum þykja þau undarleg eða ekki rétt.

Aðalmálið er þetta; lánastofnanir ákveða að bjóða fólki upp á lán bundin gengi erlendra gjaldmiðla, þessar stofnanir vissu eða áttu að vita að það væri ólöglegt. Það er því eðlilegt að lánastofnanir taki afleiðingum gjörða sinna.

Það hlýtur að vera sá sem er dæmdur sekur sem á að taka á sig sök!

 


mbl.is Efast um íslenska lögfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband