Stjórnin harðari í stuðningi við fjármagnseigendur en AGS
28.6.2010 | 15:03
Mann rekur í rogastans við lestur þessarar fréttar! Kreppan bara búin!
Engin eða lítil hætta er vegna dóms Hæstaréttar og huga þarf að frekari aðstoð við heimilin í landinu! Þetta er niðurstaða AGS.
Þetta er hrein rasskelling á Gylfa Magnússon og reyndar alla ríkisstjórnina. Þau hafa haldið því fram að bankarnir muni ekki ráða við dóm Hæstaréttar og ekki sé neitt svigrúm til aðstoðar heimilum landsins! Gylfi hefur meðal annars borið AGS fyrir sig á undanförnum dögum í þessu máli.
Það er greinilegt að stjórnin veit ekkert í sinn haus, að AGS þurfi að segja þeim að frekari aðgerða sé þörf til aðstoðar heimilum landsins, staðfestir það endanlega!! Viðskiptaráðherra veit ekkert í sinn haus, að AGS þurfi að leiðrétta bullið í honum, staðfestir það einnig.
Við meigum ekki gleima því að AGS hefur alltaf staðið vörð fjármagnseigenda, þegar þeim er farið að ofbjóða stuðnig ríkisstjórnarinnar við fjármagnseigendur og setur ofaní við hana, er orðið langt gengið!!
Kreppunni lokið segir AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Gunnar. Ætli AGS hafi ekki einmitt boðað til opins fréttamannafundar til þess að kynna afstöðu sína, vegna þess að fulltrúar sjóðsins treysti ekki stjórnvöldum til þess að koma skilaboðunum óbrengluðum áleiðis.
Það svona rétt hvarflaði að mér :)
Kolbrún Hilmars, 28.6.2010 kl. 15:27
Vel sagt Gunnar, algerlega sammála. Það er þegar farið að birta yfir Gamla Fróni við afgerandi stefnu sjálfstæðiðsmanna. Áfram sjálfstætt Island
Forsíðumyndin þín er frábær.
Björn Emilsson, 28.6.2010 kl. 15:43
Mundu Gunnar, stærstu fjármagnseigendur á Íslandi eru þeir sem eiga lífeyrissparnað. Ég ætla sko að vona að AGS styðji eitthvað við þá.
Annars sýndist mér AGS bara vera nokkuð sammála Gylfa, þeir eins og Gylfi tala um högg sem fjármálakerfið eigi eftir að verða fyrir, jafnvel einhver fara á hausinn og tefja fyrir afnámi gjaldeyrishaftanna.
Bjöggi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.