Framsókn verður að segja af eða á varðandi ESB
28.6.2010 | 13:17
Framsóknarflokkurinn er stærri en bara Alfreð, félag ungra framsóknarmann í Reykjavík. Það er hætt við að þessi ályktun sé ekki vilji meirihluta framsóknarmanna.
Framsóknarflokkurinn verður hinsvegar að fá niðurstöðu í þessu máli, hana er best að fá með póstkosningu allra flokksbundinna félagsmanna. Svona ákvörðun verður ekki tekin í bakherbergi þar sem þeir frekustu ná að nauðga sínum málstað í gegn, óháð vilja félagsmanna. Það er ófært að kjósendur flokksins skuli ekki getað verið vissir um stefnu flokksins í þessu stóra máli.
Þegar þeirri grein var nauðgað inn í stefnu flokksins, að skoða skyldi aðild að ESB með ströngum skilyrðum, voru uppi þær hugmyndir að hægt væri að semja um aðild. Þessari skoðun var haldið mjög á lofti fyrir atkvæðagreiðslu aðildarumsóknarinnar á þingi, vorið 2009. Jafn skjótt og umsóknin hafði verið lögð fram, komu yfirlýsingar frá fulltrúum ESB um að ekki væri um samnigsferli að ræða, heldur aðlögunarferli. Þetta hefur verið marg ítrekað síðan af hálfu ESB.
Framsóknarflokkurinn hefur aldrei samþykkt að hefja aðlögunarferli, það var samþykkt að skoða hverja möguleika við hefðum og ganga til samninga ef þess þyrfti, til að fá úr því skorið. Jafnframt voru sett ströng skilyrði fyrir slíkum samningi.
Það ferli sem nú er í gangi varðandi aðildarumsókn samfylkingar inn í ESB, er ekki í neinum tengslum við þær samþykktir sem framsóknarmenn hafa gert. Þetta er nauðgunarferli af hálfu ESB með aðstoð Samfylkingar. Við erum komin á fulla ferð í aðlögunarferli, að tala um samningsferli er út í hött enda ekkert um að semja, samkvæmt yfirlýsingum fulltrúa ESB.
Því stangast þessi samþykkt Alfreðs algerlega á við samþykktir Framsóknarflokksins.
Nú hafa allir gömlu flokkarnir tekið skýra afstöðu í málinu nema Framsóknarflokkurinn. Hann er enn beggja blands! Reyndar hlupu þingmenn VG út undan sér við samþykkt aðildarumsóknarinnar, en það kemur ekki á óvart, þingmenn þess flokks hafa svikið öll kosningarloforð sín. Ráðherrastólarnir freistuðu um of!
Ef stjórnmálaflokkur vill láta taka sig alvarlega verður hann að hafa skýra stefnu í öllum stærri málum, ekki síst þeim sem snýr að sjálfræði þjóðarinnar. Síðan verða þeir að standa á henni! Að ætla að vera beggja megin borðsins gengur ekki upp. Stefnuna taka flokkar upp eftir vilja meirihluta félagsmanna, minnihlutinn verður síðan að sætta sig við þá stefnu, eða leita til þeirra flokka sem þeir telja nær sér í hugmyndafræði!
Ungir framsóknarmenn vilja ESB viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi ályktun ítrekar stefnu Framsóknarflokksins í Evrópumálum sem sett var á fjölmennasta þingi flokksins frá upphafi. Mikilvægt er að árétta hana nú þar sem Framsóknarflokkurinn er ekki í hópi NEI flokka, það er víst orðið nóg framboð af þeim í dag. Ef menn geta ekki verið sammála um hver sé stefna flokksins þá er þessi ályktun áréttun á stefnu SUF sem birtist á síðasta sambandsþingi SUF og áréttuð í ályktun fyrir nokkrum vikum síðan.
Við Framsóknarmenn erum frjálslynt umbótafólk en ekki afturhaldssinnaður íhaldsflokkur eins og xD og VG virðast vera. Þess vegna viljum við viðræður en tökum ekki afstöðu til já eða nei aflanna. Reyndar eru hluti af háværum minnihluta í flokknum núna sem tekur einmitt afstöðu með nei öflunum og vill stjórna umræðunni. Við verðum því að verða sómi, sverð og skjöldur flokksins og verja okkar pólitísku stefnu og sýn á þjóðfélagið.
Ályktunin gagnrýnir því xD og VG fyrir þröngsýni og afturhald þar sem þeir flokkar eru formlega að breyta stefnu sinni þessa dagana í Evrópumálum. Okkar stefna er skýr og sú besta á Íslandi í dag og gæti ekki verið meira í anda Framsóknarflokksins, hvorki já eða nei stefna en vinnum heimavinnuna, höldum viðræður, fáum allar upplýsingar og tökum svo einstaklingsbundna afstöðu í þjóðaratkvæði. Þjóðinni er svo treystandi til að kjósa um málið, rétt eins og henni er treyst til að kjósa sér þingmenn.
Agnar Bragi, 28.6.2010 kl. 13:43
Stefna Framsóknarflokksins er afar skýr. Þingflokksformaðurinn og Vigdís Hauksdóttir vinna bara gegn stefnu flokksins.
"Ályktun um aðildarviðræður við Evrópusambandið
Markmið
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.
Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."
Sjá nánar: http://www.framsokn.is/files/3948-0.pdf
Hallur Magnússon, 28.6.2010 kl. 13:49
Stefna framsóknarflokksins hefur lengi verið skýr. Flokkurinn vill aðildarviðræður. Formaður flokksins veit hins vegar hvorki í þennan heim né annan. Og ályktun einhverra örfárra skammsýnna Skagfirðinga um daginn er marklaus með öllu.
Haraldur (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 13:57
Það er ánægjulegt að Framsóknarflokkurinn tekur faglega á málinu. Ég get ekki séð að við skemmum okkar slæmu stöðu með aðildarviðræðum og í raun get ég ekki séð annað en við högnumst á viðræðum. Við náum betri tengingu við lykilfólk í ESB, auk þess lærum við betur á sambandið. Óháð aðild eða ekki er þetta og verður lang stærsti markaður okkar með yfir 500 miljónir íbúa og 27 ríki.
Heykvíslar hillbillaliðið sem náð hefur tökum á Sjálfstæðisflokknum. Klárlega er Framsóknarflokkurinn góður kostur fyrir óánægða Sjálfstæðismenn ef þeir vilja ekki stofna sinn eigin flokk.
Gunnr (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 14:05
Það vill svo einkennilega til að það er stór hópur innan Framsóknarflokksins sem ekki vill aðildarviðræður. Ályktun sú er samþykkt var um aðildarviðræður olli miklum kurr á meðal félagsmanna, enda naumur meirihluti fyrir henni.
Eins og sést í athugasemd Halls, segir í tillögunni að hefja skuli aðildarviðræður, þetta var ekki hægt að skilja með öðrum hætti en um samningsferli væri að ræða, slíkt er ekki inni í myndinni lengur. Einungis er hægt að fara í svokallað aðlögunarferli. Á það er ekki minnst einu orði í þessari ályktun, enda hefði slík tillaga aldrei verið samþykkt innan flokksins.
Úr þessu verður ekki skorið nema með kosningu allra félagsbundinna framsóknarmanna. Ef þið eruð svo vissir um að meirihluti sé fyrir því að við höldum þessu aðlögunarferli áfram, ættuð þið að óska eftir slíkri kosningu.
Í öllu falli verður flokkurinn að koma fram heill í þessu máli, þingmenn flokksins geta ekki og meiga ekki vera á öndverðum meiði í þessu máli, að minnsta kosti ekki opinberlega.
Gunnar Heiðarsson, 28.6.2010 kl. 15:23
Esb viðræðurnar eru nefnilega byggðar að miklu leiti á því að það ríki gagnkvæmt traust og gagnsægi. Þegar óþægilegum skýrslum er stungið undir stól, það er stanslaust logið að þjóðinni(Icesave) eða staðið í að hylma yfir ákveðinn málefni(herskyldulög ESB og herlög ESB) þá fer umræðan út í tóma vitleysu í því sviði. Icesave og her- lög eru ekki það eina sem er í tómu rugli(vegna þess að stjórnvöld hafa neitað að gefa upp hvað fer fram) heldur líka landbúnaðarlöginn, sjávarútvegslögin, skattalögin, tollalögin svo fátt eitt sé nemt.
Nú tek ég Svíþjóð sem dæmi, allt ferlið eyddi ríkistjórnin jafn miklum tíma í að kynna eins og að semja, þetta á ekki bara við aðildarfelið heldur líka undirbúningsferlið. Það veit eingin hvað er í gangi og menn erlendis velta í lágu hljóði hvers vegna og gefa sér það upp að það séu miðin og Icesave.
Hvers vegna þessi leynd, hvers vegna er Jóhanna ekki með allt upp á borðinu, líka það neikvæða, það hefur aldrei áður gerst að þjóð sæki þar umm með þessari leynd
Það er takmarkað traust sem er hægt að bera til ríkistjórnarinnar, hvað fleira leynist undir stólum ráðherrana? Mig langar að vita það, ÞAÐ Á EKKI AÐ VERA LEYNDÓ HVAÐ ÞAÐ ER SEM ER Í ESB OG ÞAÐ Á EKKI AÐ KOMA FRAM EFTIR INNGAUNGU.
Brynjar Þór Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.