Upphafið að endalokunum

Ekki er hægt að túlka þetta öðruvísi en upphaf af endalokum evrunnar. Þessi "glæsilegi" gjaldmiðill, sem öllu átti að bjarga, er ekki öflugri en svo að þegar á móti blæs hrynur hann.

Þetta sýnir einnig hugsanahátt aðalsins innan ESB, þið megið vera með meðan við getum grætt á ykkur, þegar við þurfum að aðstoða getið þið átt ykkur!

Vissulega er eðlilegt að almenningur innan hinna betur stæðu ríkja ESB sé ekki tilbúinn til að herða sultaról sína til aðstoðar hinum verr settu. Þetta sjónarmið hefur alla tíð legið fyrir og ætti ekki að koma neinum á óvart. Það sem kemur hinsvegar á óvart er að forssvarsmenn ESB skuli opinbera þá skoðun sína að flokka megi Evrópu niður, eftir efnahag. Þarna afjúpuðu þau sig algerlega!!

Sem betur fer eigum við Íslendingar ekki kost á að taka upp evru fyrr enn í fyrsta lagi í lok þessa áratugar, það er ef svo ólíklega vildi til að við myndum ganga inn í þetta svikabandalag. Það væri fróðlegt að vita í hvorn evruflokkinn okkur verður þá vísað, eða hvort búið verði að stofna fleiri evruflokka.

Hvers vegna stígur ESB ekki skrefið til fulls strax og ákveður að skipta evrusvæðinu upp í 15 svæði. Þá gæti hver þjóð evrusvæðisins átt sína evru og allir sáttir.

 


mbl.is Evrusvæðinu hugsanlega skipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég get ekki séð neitt hrun Evrunnar, en hún sveiflast eins og aðrir gjaldmiðlar.

Finnur Bárðarson, 19.6.2010 kl. 22:34

2 identicon

Finnur er þá ekki lægi með krónuna.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 22:51

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ef við berum virðingu fyrir krónunni þá getur hún orðið okkar gjaldmiðill annars ekki!

Hvað gerðu Útrásarfávitarnir þeir tóku stöðu gegn krónunni í gengum bankana því fór sem fór!

Sigurður Haraldsson, 21.6.2010 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband