Glæpafyrirtæki í óvissu

Sumir fara mikinn í fjölmiðlum þessa dagana. Menn velta vöngum um hvernig skuli reikna gengistryggðu lánin nú þegar gengistryggingin hefur verið dæmd ólögleg. Ekki megi ganga svo nærri lánastofnunum að þau hljóti skaða af. Bölvað rugl og vitleysa er þetta!!

Skoðum aðeins þessar lánastofnanir og verk þeirra:

Í fyrsta lagi ákváðu þau upp á sitt einsdæmi að bjóða vísvitandi ólöglega lánasamninga. Guðjón Rúnarsson þáverandi forstjóri Samtaka banka og fjármálafyrirtækja, skrifaði athugsemd við lög nr. 38/2001 um vexti og verðbætur þegar þau voru lögð fram á þingi. Þar gerir hann athugasemd við að ekki verði heimilt að binda lán við gengi erlendra gjaldmiðla. Lögin voru samþykkt frá alþing án þess að þessu atriði yrði breytt. Þegar að Samtök banka og verðbréfafyrirtækja var breytt í Samtök fjármálafyrirtækja fylgdi Guðjón með og er hann, að ég best veit, enn framkvæmdarstjóri þeirra. Þessi maður er því búinn að vera forsvarsmaður lánafyritækja allann tímann sem þessi ólöglegu lán hafa verið í gangi og erfitt er fyrir hann að segjast ekki hafa vitað af þessu!!

Í öðru lagi hafa þessi fyrirtæki farið framhjá lögum þegar að vörslusviptingum hefur komið. Þau hafa ekki farið með þau mál í gegn um sýslumenn eins og lög kveða á um, heldur einfaldlega hirt bifreiðar og tæki þar sem þau hafa náð til þeirra.

Í þriðja lagi hafa þessi fyrirtæki sýnt einstaka ósvífni við vörslusviptingar. Bílar og tæki er verðmetin langt niður fyrir eðlilegt verðmat. Í sumum tilfellum hefur verðmatið verið svo lágt að með eindæmum er. Mismuninn sátu svo lántakendur uppi með og urðu að greiða hann. Meðan markaður var erlendis voru þessar bifreiðar og tæki síðan send úr landi og seld þar á góðan pening. Mismunurinn var ekki notaður til að lækka eftirstöðvar lántakandans, heldur hirtu þessi fyrirtæki hann sjálf.

Í fjórða lagi hafa alla vega sum þessara fyrirtækja verið að senda þessi tæki erlendis í stórum stíl nú að undanförnu þó enginn markaður sé þar. Viðtakandinn er oftar en ekki fyrirtæki í eigu Bakkabræðra. Engu er líkara en verið sé að koma bifreiðum og tækjum úr landi til að ekki þurfi að skila þeim til eigenda sinna.

Það er því ljóst að þessar lánastofnanir hafa gerst brotlegar, bæði við lög og siðferði. Því eiga þær að taka allann skellinn á sig, að auki ætti að draga forsvarsmenn þeirra fyrir dóm vegna skipulagðrar svikastarfsemi.

FME hefur verið nefnt sem ábyrgðaraðili, vissulega hefði það átt að sjá þetta, en það er erfitt að eiga við menn sem ætla sér að fara framhjá lögum. Þeir sem skipuleggja glæpi gera sér far um að fela það fyrir eftirlitsaðilum.

 


mbl.is Enn mikil óvissa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband