SAMNINGUR eða AÐLÖGUN

eu-flag-colorHafi einhverjum einhverntímann dottið í hug að icesave málinu yrði haldið utan ESB aðildarferlisins, þá er þeim sömu ljóst nú, að svo er ekki.

Samkvæmt þessu viðtali við Leigh Phillips, blaðamanns á Observer, kemur skýrt fram að Hollendingar telja sig hafa flest 27 aðildarríkin með sér. Í raun skiptir ekki máli hvort öll ríkin eða ekkert standi að baki Hollendingum, þeir hafa eigið neytunarvald og geta einir og sér hafnað okkur inn í ESB.

Það breytir litlu þó Össur gaspri, hann er lítill kall sem fáir taka mark á og alls enginn utan landsteinanna. Gleðiummæli hans frá því í gær sýnir best hversu vitfyrrtur hann er í öllu sem að ESB snýr.

Þetta ferli sem nú er í gangi er alger skekkja, fyrir það fyrsta höfum við ekki efni á þessu rugli, í öðru lagi er samninsstaða okkar einstaklega veik og í þriðja lagi er yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar mótfallinn umsókn núna.

Þegar af stað var farið með þessa umsókn var fólkinu í landinu talin trú um að við gætum farið í viðræður við ESB, séð hvernig samning við fengjum og kosið um hann í framhaldi af því. Strax eftir afhendingu umsóknarinnar til ESB kom í ljós að ekki væri um neina samninga að ræða, einungis um hugsanlegt samkomulag um frestun einhverra þátta aðildarkröfunnar. Fólk og þing var því blekkt!

Það er annars umhugsunarvert og lýsir þessu kannski best að þegar Íslenskir ráðamenn tala um "samningarferli" tala forsvarsmenn ESB um "aðlögunarferli". Það er mikill munur á samningi og aðlögun!!

 


mbl.is Eining ESB í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband