Lítið þarf til að gleðja lítinn
18.6.2010 | 02:13
Hvernig er hægt að segja að aðgerð sem 70% þjóðarinnar styður ekki, sé heillaspor.
Össur Skarphéðinsson hefur oft komið undarlega fyrir sig orði og stundum erfitt að átta sig á honum. Þegar að ESB kemur er hann samt skýr og ekki fer á milli mála hver hans vilji er. Aðild skulum við fá, hvað sem það kostar!
Össur fer mikinn í þessu viðtali, hann segist einkar glaður, hann telur og hann er sannfærður!
Össur gleymir þeirri staðreynd að stór hluti þjóðarinnar er ekki eins sannfærður, hann gleymir einnig að þessi ákvörðun er tilkynnt á sjálfan þjóðhátíðardag okkar, sem er ekki beinlínis til að sá stóri meirihluti þjóðarinnar sem ekki er enn sannfærður, sannfærist eins og hann. Kannski er Össur búinn að gleyma hvers vegna við höldum þjóðhátiðardag.
Össur kemur fram með ýmsar fullyrðingar um ágæti aðildar og hversu allt ar fallegt og gott í ESB. Hann fullyrðir meðal annars að ef við hefðum verið komin í ESB með evru fyrir áratug hefði ekki orðið eins djúp kreppa hjá okkur. Svona fullyrðin er út í hött. Ekki þarf annað en að líta til okkar næsta nágranna, Írlands til að sjá að þetta stenst ekki hjá honum. Það má alveg eins halda því fram að kreppan hefði ekki orðið hér vegna þess að hún væri hvort eð er til staðar og hefði verið síðasta áratug. Þessi fullyrðing mín er alveg jafn vitlaus fullyrðingu Össurar!
Össur fullyrðir að icesave komi aðildinni ekki við! Hvar í veröldinni hefur þessi maður haldið sig undanfarið. Bretar og Hollendingar setja þennan fyrirvara auk þess sem þessi fyrirvari kemur fram í umsögnum ráðherraráðsins. Hann segir að ekki sé verið að vinna í icesave málinu enda sé það í höndum samninganefndarinnar. Við skulum rétt vona að hann sé að segja satt!!
Össur fullyrðir að samningsstaða okkar sé sterk. Sjávarútvegsmál verði að vísu erfið en að hann sé persónulega nánast búinn að fá Spánverja á okkar band í þeim málum og eftirleikurinn því léttur. Hann nefnir landbúnaðarmálin og er ekki svartsýnn á þau og vísar þar til Finnlands. Hvað var það sem Finnar fengu fyrir sinn landbúnað frá ESB? Ekki neitt!! Þeir fengu heimild til að styrkja landbúnaðinn sjálfir fyrir norðan ákveðna breiddargráðu. Frá ESB fengu þeir ekkert! Síðan ýjar hann að einhverju óvæntu sem gæti komið upp. Varla hefði hann farið að nefna slíkt nema vegna þess að hann hefur einhverjar hugmyndir um þetta "óvænta".
Össur fullyrðir að stuðningur við aðild muni aukast. Telur hann að icesave málið sé þess valdandi að svo mikil andstaða er við umsóknina. Þetta er mikil einföldum á staðreyndum hjá honum. Andstaðan var mikil áður en icesave kom til, vissulega hefur framkoma ESB í því máli ekki aukið stuðninginn. Nær er að halda að ástandið innan ESB og vandræðin þar séu frekari ástæða þess hversu margir hafa snúist gegn umsókninni auk þess sem fólk er ekki sátt við að eitt sé milljörðum í þetta mál á sama tíma og verið er að skerða rétt aldraðra og öryrkja, auk þess sem velferðarkerfið er miskunnarlaust skorið niður.
Össur fullyrðir að stjórnin standi vel og sé traust. hann fullyrðir einnig að sumarið verði stjórninni gott. Hvernig í andskotanum getur hann fullyrt þetta. Stjórnin hefur vart meirihluta á þingi, að minsta kosti ekki til að koma neinum stórum málum í gegn. Þau fáu stórmál sem stjórnin hefur komið í gegn um þingið hefur stjórnin þurft að nauðga í gegn með hótunum! Óvíst er hvort stjórnin lifir sumarið af.
Að lokum fullyrðir Össur að stórframkvæmdir séu að fara af stað. Vonandi að rétt sé. Vandamálið er að allur sá dráttur sem hefur orðið á framkvæmdum hefur dregið svo af fyrirtækjum landsins að óvíst er hvort þau hafi burði til að bjóða í verkin, en þau verður að bjóða út á evropska efnahagssvæðinu. Hugsanlega gætu allar stærri framkvæmdir fallið í skaut evrópskra fyrirtækja sem kæmu hér með eigið vinnuafl.
Það er skelfilegt til þess að vita að í komandi viðræðum við ESB, skulum við hafa jafn blindann ESB sinna í stól utanríkisráðherra auk þess sem sá maður er svo gjörsamlega úr takti við vilja þjóðarinnar og virðist að auki ekki gera sér nokkra grein fyrir því hvað er í gangi á Íslandi.
![]() |
Heilladagur fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ótrúlegt að þjóðin skuli ekki fá að kjósa um eins mikilvægt málefni eins og ESB aðild. En það er svo sem skiljanlegt í ljósi þess að LÍÚ mafían ásamt bændamafíunni vill ekki ganga í ESB. Í staðinn þá vilja þeir viðhalda gamla góða kvótakerfinu, bændastyrkjum og sjómannaafslætti. Eins og við vitum þá eru þetta enn stærstu útflutningsfyrirtæki landsins, og hafa mikilla hagsmuna að gæta. Þau munu auðveldlega sjá til þess að við munum aldrei fá að kjósa um eitt né neitt hvað varðar ESB. Við fáum jú bara að kjósa um hluti sem skipta engu máli, eins og Icesave atkvæðagreiðslan, þar sem maður var hálfviti ef maður kaus ekki nei, þar sem betri samningur lá á borðinu. Til hamingju með sjálfstæðið íslendingar.
Bjarni (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 02:30
Það verður nú að segjast eins og er að Össur er kjáni. Að tala svona í mótsögn við það sem þjóðin vill er einfaldlega kjánalegt. Það breytir því þó ekki að þessi kjáni er við völd og því verðum við að hafa varann á góðir Íslendingar. Við erum með óvenjustóran hóp af kjánum og jafnvel heimsku fólki við völd í landinu og verðum að gæta okkar. Sofnum ekki á verðinum þegar kemur að Esb aðild, Icesavesamkomulagi og öðru í þeim dúr, við megum ekki láta þessa kjána koma okkur á vonarvöl. Stöndum saman á meðan á þarf að halda, um síðir gefast þau þá upp og játa sig sigruð!
assa (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 02:40
Hér snýst allt til betri vegar,þegar þessi stjórn hrökklast frá,sem vonandi gerist sem fyrst.
Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2010 kl. 02:41
Rétt hjá þér Helga. Það væri óskandi að við bærum þá gæfu okkur til handa að losa okkur við þetta lið. Þau eru bara til óþurftar.
assa (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 02:49
Mikið rosalega er þetta flott grein hjá þér Gunnar.
Þórarinn Baldursson, 18.6.2010 kl. 03:14
Við verðum að losna við hann og stjórnina tafarlaust nú er nóg komið!
Sigurður Haraldsson, 18.6.2010 kl. 04:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.