Réttlæti eða sanngirni ?

Vissulega væri það sanngirni fyrir lánastofnanir að reikna lánin upp á nýtt með verðtryggingu og nýjum vöxtum.

En hvað þá með réttlætið? Það voru lánastofnanir sem brutu vísvitandi lögin, ekki lántakendur! Á ekki sökudólgurinn að taka á sig sökina.

Ef þjófur fer inn í íbúð mína og lætur þar greipar sópa, á ég þá að þurfa að semja við hann um skiptingu á fengnum.

Það liggur ljóst fyrir að lántakendur hefðu aldrei fengið þessi lán nema af því þau voru í boði hjá lánastofnunum. Það er einnig ljóst að lánastofnanir VISSU að þau færu ekki eftir lögum þegar þau tóku að bjóða fólki þessi lán! Þeir sem vísvitandi brjóta lög verða að taka afleiðingum þess!

Sjá þetta blogg!

 


mbl.is Sleppa ekki frá skuldunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttlætið sigrar vonandi !Það er búið að staðfesta þessi mistök .Af hverju komu stjórnvöld ekki fyrr að málunum ?

Á einhver hagsmuna að gæta , eins

og innan bankanna ?

Kristín (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 19:54

2 identicon

"...Enda þótt lögin kveði ekki beinlínis á um bann við því að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlenda gjaldmiðla....Óhjákvæmilegt er að líta til vilja löggjafans við túlkun laganna..."

Þetta er úr niðurstöðu Hæstaréttar. Hæstiréttur telur að löggjafinn hafi ætlað að banna þetta og þó svo hann hafi ekki beinlínis gert það þá sé réttara að fara eftir ætluðum vilja löggjafans frekar en lögunum sjálfum.  Jafnvel þó svo að löggjafinn hafi haft 9 ár til að laga lögin hafi þau ekki virkað eins og hann ætlaðist til. Það er ekki þannig að það hafi verið eitthvað leyndarmál hvernig lán var verið að bjóða. Og ég efast ekkert um það að margir þeirra sem settu lögin hafa fengið svona lán og vissu fullvel hvernig lögin þeirra voru að virka. Margir þeirra sem áttu að sjá um eftirlit og rétta framkvæmd laganna sömu leiðis.

Það er því hæpin fullyrðing að segja að lánastofnanir hafi vísvitandi verið að brjóta lög.

Hverju á að fara eftir ef ætlaður vilji löggjafans er rétthærri en lögin sem hann setur?

sigkja (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband