Sjá roðann í Austri

 

r153233_549379

Það hefði ekki komið neinum á óvart að heyra álíka orð frá fjármálaráðherra eða flokksystkynum hans, en að Jóhanna skuli segja svona bull kemur nokkuð á óvart.

Hvað gætum við lært af Kínverjum? Hvað er líkt með okkar samfélagi og því kínverska?

Kínverjar hafa undanfarin ár verið að berjast við að koma þjóð sinni út úr hagkerfi og efnahag sem vesturlönd bjuggu við í upphafi tuttugustu aldar. Gríðarlegur fólksfjöldi hefur gert þetta verkefni enn erfiðara og viðkvæmara.

Við erum að berjast við tímabundið vandamál, sem í sjálfu sér er ekki svo erfitt að komast fram úr ef rétt er að málum staðið. Því miður erum við búin að eyða einu ári í vitleysu en vonndi stendur það til bóta.

Jafnvel þó allt færi hér á versta veg munum við aldrei fara svo neðarlega í lífskjörum að hægt sé að miða okkur við Kína. Mannréttindi hér verða vonandi aldrei eins og í Kína.

Kínverjar eru gott fólk, en þeir hafa verið einstaklega óheppnir með stjórnvöld. Það er sennilega það eina sem við eigum sameiginlegt með þeim!!

Það væri lágmark að Jóhanna upplýsti þjóðina hvað það er sem hún sér að við getum lært af Kínverjum, ætlar hún að lækka laun til samræmis við kínversk launakjör, ætlar hún að taka upp kínversk mannréttindi? Hvað er það sem hún sér svona gott í Kína?

Þessi ummæli forsætisráðherra eru út í hött, eins og reyndar flest sem hún segir orðið.

 


mbl.is Jóhanna: Lítum til Kína eftir fyrirmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Gunnar.  Jóhanna er alveg bráð skörp þegar hún hefur púðann undir botninum og getur þá ábyggilega lært hratt ef það varðar ESB. 

En ég hélt að þar með lyki hennar menntunar möguleikum. 

En hún er ekki öll úti á þekju ef henni tækist að læra að fækka nöldrurum og óþörfum röflandi leiðindar púkum.

Hrólfur Þ Hraundal, 13.6.2010 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband